Lögreglan á það til að vera svoldið harkaleg í aðgerðum sínum, þetta er mjög skiljanlegt því lögreglumenn hafa jafnvel á stuttum.
tíma í starfi sínu, séð hina hryllilegustu atburði.Þeir sjá okkar myrkustu, neyðarlegustu og ljótustu hliðar.
Eðlilega hefur þessi vitnisburður sterk áhrif á fólk, það sér annað fólk í öðru ljósi og þetta getur haft mótandi áhrif á samskipti þess við aðrar manneskjur.
Sérstaklega skoðað í ljósi þess að lögreglan á þegar að vera að leita að lögbrjótum, leita eftir neikvæðum hliðum á samborgurum sínum.
Þetta hefur að sjálsögðu áhrif á hvernig´“óbreyttir borgarar” koma fram við lögregluna, jafnvel löghlýðið fólk verður stressað í kringum lögreglumenn.
Því flestir hafa allavega einusinni eða tvisvar verið “böstaðir” fyrir of hraðan akstur eða jafnvel ölvunarakstur, humm humm, við erum Íslendigar eftir allt og þekktir fyrir
Ýmislegt.
Þessi spenna sem myndast í þessum samskiptum okkar hefur að sjálsögðu stigvaxandi áhrif í þjóðfélaginu og það sést best í áætlunum dómsmálaráðherra vorra
íslendinga.
Þetta getur ekki annað en versnað því báðar hliðar í samfélaginu,glæpamenn og lögreglan, reyna sífellt að finna nýjar leiðir til að koma höggi á hinn tilbúna andstæðing.
Og þar sem glæpamennirnir hafa mun meira fjárnagn og valmöguleika en lögreglan, verður lögreglan að beita meiri hörku og keyrslu í staðinn.
Sem aftur virkar tilbaka og svo framvegis.
Hvað gerist þegar 50 Brynjaðir og verulega vopnaðir einstaklingar koma inn í þjóðfélag sem er þegar að byrja að hafa alvarleg vandamál?
Og hafa í raun ekkert að gera nema æfa sig , hlustandi á kjaftasögur félaga sinna í löggunni um hryllilega handrukkara og dópista og ofbeldismenn. Þegar yfirleitt
ræna bankaræningjar okkar banka með pennahnífum eða álíka og gefa sig sjálfir fram.
Reiðar fyllibyttur eru flestar bara allar í kjaftinum, jafnvel með rifli. Handrukkar eru sömuleiðis yfirleitt bara hótanir og læti, eigur brotnar og slíkt. að hóta fjölskyldu einhvers
er miklu áhrifaríkara en að lemja hann.
slasaður maður er ekki eins fær um að ná í pening. Maður sem er hræddur um ástvini sína er hinsvegar mun fjölþreifnari í að koma til móts við rukkarann.
Margt í okkar þjóðfélagi er svona, uppblásnar kjaftasögur sem magnast upp hratt, því við erum svo fá og með asskoti góða samskiptatækni..
Þetta veldur því að frekar friðsamt samfélag er að verða spillt og hættulegt. hægt og hægt en fljótlega verður ekki auðvelt að snúa við nema með miklum látum eins
og sagan hefur sýnt, t.d í Bandaríkjunum.
Þeir eru 200 milljínir og eru ennþá að magna upp hörkuna, þessi átök þeirra eru svo mögnuð að minnir á styrjöld á stundum.
Við erum 300 Þúsund manns, þetta er lítil bær úti, sæist varla á korti, þetta er lítið hverfi í New york. New York hverfið þarf verulega vel vopnaðar löggur ekki litli bærinn.
hvort viljum við vera? Kjaftasögur og slúður geta gert lítið þorp óbærilegan stað til að lifa á.
Stærsti munur á manni í þorpinu og stöðu manns hér á landi er að heimurinn í kring er að verða verri og verri, þótt það skíni enn ljósið á milli skúranna.
Maðurinn í þorpinu getur alltaf farið, það verður hinsvegar alltaf verra og verra fyrir okkur að finna barnuppeldis og manneldisvæna staði í heiminum.
Hvað er langt í að við verðum að hverfinu í New york?
Árás er ekki alltaf rétta vörnin, Vitandi af möguleika á árás gerir alla spenntari og spenntari, þar til eingöngu árás er möguleg.
Hvað með að reyna vakandi kærleiksríkann skilning? svona einu sinni?
Það getur ekki sakað, hvaða aðra möguleika eigum við annars sem enda ekki í niðurnjörfuðum stórabróðurssamfélögum eða algeru kaos?
Miðjan er ávallt best, þar er stysta leiðin á milli skoðanna manna og hagsmuna.
Ef það er í raun einhver alvara í að fækka glæpum hér á landi, væri skynsamlegast og fljótlegast að lögleiða fíkniefni.
Þetta virðist kannski í sumra augum fjarstæðukennt, en pælið í þessu, þegar áfengisbannið var á sínum tíma, var helmingur fanganna inni fyrir áfengisbrot.
Helmingur fanganna þar nú í dag eru þar útaf fíkniefnamálum.
Ég meina horfumst nú aðeins í augu við staðreyndir. Það er ekkert mál að redda ólöglegum fíkniefnum hér á landi.
Við erum að fá inn til landsins glæpasamtök sem ágirnast hin skjóta gróða sem hér er fengin, því verðlag á dópi hér er svo rosalega mikið miðað við annarsstaðar.
Gróðinn er svona svipaður og hjá Fyrirtækjum sem nota barnaþræla í þriðjaheimsríkjum til að búa til skó og þessháttar fyrir sig og selja á vesturlöndum fyrir okurverð.
Ef ekki meiri.
Handrukkarar vaða uppi og ógna venjulegum löghlýðnum fjölskyldum.
og svo framvegis og framvegis, endalaus runa af vandamálum bannsins.
Takið eftir að ég segi bannsins, ekki fíkniefnanna.
Svo er það mannlegt eðli.
Hvenær hafa boð og bönn stoppað einn eða neinn?
hvað gera refsingar nema eyðileggja líf unglinga sem voru kannski bara að fikta og hefðu síðan hætt þessu?
Það væri hálft landið í meðferð ef þetta væri eins ávanabindandi og áróðurinn segir.
Hvernig annars gæti 300 þúsund manna þjóð lokkað til sín stór glæpasamtök og haldið uppi blómlegum multimilljóna business?
Það eru margir af öllum “stéttum” og aldri sem hafa og eða eru að vesinast í þessu.
Miklu fleiri en oft er haldið fram.
Og ekki nóg með, heldur gerir bannið dópið eftirsóknarverðara í augum t.d unglinga, því allt sem fullorðnir banna, verður sjálfkrafa spennandi.
Í stað þess að hafa eðlilegt úrval og framboð á fíkniefnum, því smekkur fólks er misjafn.
Í stað þess að eyða peningum í meðferðarúrræði fyrir þá sem ganga of langt.
Höfum við kallað yfir okkur hryllilega holskeflu ofbeldis.
Við erum að eyðileggja landið okkar.
Við erum að eyðileggja líf fjölda manns.
Líkið hefði aldrei verið komið fyrir í höfninni ef dóp væri lögleitt.
Sömuleiðis hefðu bankaránin aldrei gerst.
Svo ekki sé minnst á allt hitt.
Ef Fólk vill endilega hafa sérsveitarmenn, látið þá allavega ganga til sálfræðings einu sinni í viku, í raun ætti lögreglan að fá svoleiðis líka, til að hjálpa þeim með að
takast á við atburði sem venjulegu fólki er boðið áfallahjálp eftir.
Allavega eitt samkiptanámseið eða tvö, ekki bara leiðir til að sjá í gegnum lygar.
Kennið þeim að leysa deilur friðsamlega, án handtakna og hörku, hafið það að reglu nema nauðsyn krefji.
Kennið þeim að meta hvort það er nauðsynlegt.
Hækkið svo launin þeirra um helming.