Ég skil ekki hvað óheppnin á sér oft stað hjá mér. Fyrst hélt ég að það hlaut að koma að því að hepnin skildi koma en nei nei, óheppnin er búin að elta mig í 2 ár samfleytt. Það er verst þegar ég er að kaupa einhvern hlut þá er hann annaðhvort gallaður, bilaður eða ónýtur. Ég skal gefa ykkur smá dæmi:
1. Þegar ég keypti mér fyrsta geislaspilarann minnfyrir 2 árum síðan þá þurfti ég að fara með hann 2x í viðerð áður en ég gat nota hann því hann las enga diska. 12 daga viðgerð, þurfti að panta hluti að utan.
2. Ég keypti mér síma (NOKIA 5100)í verslun Ogvodafone, og enginn takki virkaði, fékk ekki nýjan því það var búið að vera kveikt á honum í meira en 5mín. Hann fór í 4daga viðgerð
3. Keypti mér tölvu í tölvulistanum sem ég geri aldrei aftur því hún fór heim til mín og síðan í viðgerð heil 9 skipti og nokkrir dagar í hvert skipti því þeir funfu ekki bilunina.
4. Keypti mér SONY geislaspilara með mp3 ofl. en hann fór í viðgerð 2 sinnum. (er bilaður í dag þannig að ég þarf að fara með hann í 3 skiptið.)
5. Fékk mér ADSL internettengingu frá Ogvodafone, módemið var bilað, þeir sendu einhvern kall heim til mín og þeir héldu að eitthvað væri að línuni hjá mér en það reyndist ekki. En samt sendu þeir á mig rukkun fyrir kallinn sem gerði ekki neitt. Ég kvartaði og vann málið.
Hér er ég búinn að nefna 5 skipti af milljón. Hvað er til ráða?????