Sælir hugarar

Ég á við eitt vandamál að stríða og það væri gott að fá ráð hjá ykkur um hvernig ég get leyst það. Ykkur finnst þeta kannski ekki vera vandamál en þá verður bara að hafa það!

Málið er það að ég þori sjaldan að vera ég sjálf, það er að haga mér eins og ég vil þegar ég vil. Ég hef alltaf verið frekar feimin en þegar ég fór í menntaskóla þá var eins og eitthvað sem ég hafði verið að byrgja inni braust allt í einu út og ég var alltaf í geðveikt góðu skapi og alltaf að fíflast, og krökkunum í skólanum fannst það alltaf geðveikt fyndið og þeim fannst ég algjör snillingur þá. Ég var líka alveg að fíla mig þá, og leið vel. Ég geislaði alveg þá, það voru allir að tala um það.
En svo þegar ég byrjaði á 2.ári í skólanum fór allt í sama horfið og ég fór að halda aftur af mér og hef gert það síðan, ég varð óöruggari en áður án þess að vita ástæðuna, ætli ég sé ekki hrædd við álit annarra á mér.
Vinkona mín sagði við mig um daginn að það er oft erfitt að komast nálægt mér og það er alveg satt, ég er svolítið lokuð og á erfitt með að hleypa fólki að mér því að eins og ég sagði áður þá er ég hrædd um álit þeirra og hrædd um að því eigi ekki eftir að líka við mig.
Ég er líka sérstaklega feimin við fólk sem hefur alltaf þekkt mig, því það á örugglega eftir að hlægja að mér þegar ég fer allt ín einu að vera geðveikt hress og klikkuð þar sem ég hef alla ævina verið feimin og róleg…
En ég er alls ekki feimin við vini mína sem hafa ekki þekkt mig í mörg ár, sem ég kynntist í menntaskólanum, haga mér oft eins og fífl fyrir framan þá…en við aðra í skólanum er ég líka feimin :S
Mig langar svo að fá þessa útgeislun aftur, og hugrekkið til að vera ég sjálf, en mig vantar kjarkinn til þess.

Þetta er nú kannski svolítið flókið, en vonandi skiljið þið þetta :)
Hvað segið þið, hvað get ég gert til að “opna mig”?
Endilega segið hvað ykkur finnst, þessi grein verður nefnilega örugglega ekki langlíf þar sem ég sendi hana inn á Tilveruna!

kveðja,
friend
Ég finn til, þess vegna er ég