Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa hérna er af því að við erum alveg ráðlausar. Við vitum ekkert hvað við getum gert, við höfum reynt allt. Sum ykkar eiga örugglega eftir að hrissta hausinn og röfla í mér um að þetta sé ekkert vandamál, en okkur finnst það.
Vinkona mín er að fara í ruglið. Er reyndar hálfnuð. Hún er byrjuð að reykja mikið, hún hefur drukkið frá því að hún er 11 ára en er farin að drekka miklu meira núna. Svo er hún farin að vera með RÖNGUM félagsskap! Svo er líka stórt fjölskylduvandamál í gangi hjá henni sem gerir illt verra.
Við erum búnar að reyna að tala nokkrum sinnum við hana, því ef hún heldur þessu áfram þá er ekki langt þangað til að hún fer í dópið því hún á erfitt með að segja nei. En ég hef komist að því að því meira sem við tölum við hana því meira fjarlægjist hún okkur og fer meira í ruglið en við bara getum samt ekki setið á rassinum og horft á hana vera að eyðileggja allt fyrir sér. Ég mun samt ekki gefast upp á henni, ég mun vera til staðar fyrir hana og vona að hinar stelpurnar og veit reyndar að þær munu vera það líka.
Hún er þannig að hún hugsar bara um nú-ið, hún hugsar aldrei um afleiðingar á hlutum, aldrei um framtíðina, sem getur verið mjög slæmt. Það er eins og að henni sé alveg sama um hvað hún er að gera okkur vinkonunum og fjölskyldu sinni. Ég veit að við getum ekki skipað henni að hætta að drekka og reykja og hætta að vera með þessum félagsskap en við verðum að reyna að fá hana til að átta sig á hlutunum og hvað hún er að gera sér og þeim í kringum hana. Okkur þykir of vænt um hana til að horfa á hana eyðileggja allt fyrir sér.
Það þýðir ekkert að tala við hana því þetta fer bara inn um eitt eyrað og út um hitt. En við getum ekki horft á þetta gerast. Mér er drullusama um þá sem hrissta bara hausinn við þessu, ef ykkur finnst þetta ekki vera neitt mál, hafið þá þær skoðanir fyrir ykkur því ég nenni ekki að hlusta á neitt svoleiðis. En ég ætla að byðja ykkur sem vitið um eitthvað sem við getum gert um að segja mér. Geriði það. Okkur þykir svo vænt um hana og þetta er að fara með okkur og fjölskyldu hennar. Það er henni fyrir bestu að hætta þessu, þó hún áttar sig ekki á því og finnst þetta bara skemmtilegt núna. Hún er ekki þannig manneskja sem þolir þetta. Hún veit ekkert hvað hún er að gera.
En ef þið getið gefið okkur einhver ráð, þá endilega að segja þau. Ekki nein skítaköst takk :).