Nú svona í anda jólanna ákvað ég að taka þátt í jólaleik fréttablaðsins. Auglýsinginn var eitthvað á þennan veg.
“Jóladagatal. Sendu sms skilaboðinn LEIKUR JOL í númerið **** og þú getur unnið jóladagatalsvinning. Fjöldi vinninga dregnir út daglega… 10 HVER VINNUR”.
Hljómar ekki sem verst eða hvað. Ég ákvað að slá til og sendi skilaboð. ég vann ekki fyrsti sex skiptinn :( . en í sjöunda skiptið vann ég og hvað haldiði, ég vann tvö florida súkkulaðistykki og á að vitja þeirra á fréttablaðinu. Það kostar meira fyrir mig og flesta landsmenn bara að keyra til fréttablaðsins heldur en að kaupa sér tvö florida súkkulaði sjálfur´.
En ég var ekki að baki dottinn ég greip þvínæst síma kærustunnar minnar og sendi nokkur skilaboð úr honum í þetta sama númer. Undur og stórmerki TVO ÖNNUR FLORIDA SÚKKULAÐI.
Ég tékkaði betur á auglýsingunni til að komast að því hvort maður ynni BARA florida súkkulaðistykki. það stóð ekkert um það en það stóð hinsvegar smáum stöfum í horni auglýsingarinnar.
“smsið 99.kr” AAAARRRRGGGHH DJÖSS…..
Núna er staðan semsagt þannig að ég byrjaði á því að borga 700 kall fyrir tvö súkkulaði og notaði svo síma kærustu minnar eyddi svipaðri upphæð fyrir tvö í viðbót. Og ef ég bæti við bensínkostnaði til fréttablaðsins til að sækja þessi súkkulaði þá er þetta komið uppí svona tvöþúsund kall. sem er nóg fyrir 28.5 florida súkkulaðistykkjum í sjoppunni rétt hjá.
Mér er skapi næst að senda fréttablaðinu nokkur “heimatilbúin” súkkulaðistykki í jólagjöf.
Say goodnight Bobby