Ég sá auglýsingu um leikritið common nonsens. Það vakti mig til umhugsunar hvað er fullt af hlutum í okkar samfélagi sem make-ar mest lítið sens (sem er lítil heilbrigð skynsemi í)

• Íþróttafréttir eru eitt fyrirbærið sem ég ekki skil: það er deild á fréttastofu sem heitir íþróttadeild og í hverjum fréttatíma eru íþróttafréttir.Ef að íþrótta fréttir eiga rétt á sér af hverju eru ekki mennigarfréttir, vinnumálafréttir, umferðafréttir, tækniframfarafréttir og svona mætti lengi telja. Í aðalfréttum sjónvarpsins berjast fréttirnar um þessar dýrmætu mínútur á prime time (aðal tímanum) síðan koma ÍÞRÓTTAFRÉTTIR. Þar er sagt frá stigakeppni í borðtennis innanfélagskeppni í sundi hjá sundfélagi hafnarfjarðar og ef þeir finna ekkert segja þeir bara frá skák sem er nátturlega sorglegasta sjónvarpsefni sem birst hefur. Mín skoðun er að annaðhvort er hafður einn fréttatími sem segir frá öllu og kemur inná íþróttir ef þær eru nógu merkilegar til þess að almennigur heyri þær eða stofna óteljandi fréttadeildir og skipta fréttatímanum niður í margar einigar. Fréttastofan er eitthvað sem almennigur borgar með skattpenigum og við eigum að láta okkur varða hvað gert er fyrir peniginn. Þessir kallar vaða ekki í vitinu
• Vændi er elsta atvinnugrein í heimi og var virðulegt starf á tímum forn grikkja.Og eitt er nokkuð víst að þegar eftirspurn er eftir hlutum er alltaf einhver sem býðst til þess að brjóta lög til þess að verða við eftirspurn. Hins vegar er vændi bannað á Íslandi. Það er leyfilegt að selja hluti. Það er löglegt að stunda kynlíf. Af hverju er ekki leyfilegt að selja kynlíf? Af öll því sem maður getur gert við manneskju er það að gefa honum fullnæingu ekki það versta, fyrir utan það hversu hollt kynlíf er. Ef að við lögleiðum vændi verður það undir eftirliti eins og annar iðnaður og vændiskonur fara í verkalýðsfélag. Þær verða ekki lamdar í klessu af kúnnum ekki frekar en þegar þú ferð út í búð og kaupir snakk, þá er ekki vanin að slá afgreiðslustúlkuna utanundir eða hvað?
• Orðalagið: ,,já framm og valur gerðu markalaust jafntefli” say WOOT. Ef að, eftir því sem ég best veit frá öllum íþróttafréttum sem hafa verið troðið inná fréttatíman að leikur fer jafntefli ef að ekkert mark er skorað; ætti orðalagið ekki frekar að vera styttra til þess að ná öllum þessum mikilvægu íþróttafréttum:P Kannski mundi það hljóða svona: Fram Vs Valur markalaus leikur……
• Stöðumælaverðir. Okey þetta er svo auðafleysanlegt job með einfaldri tækni. Tel mig ekki þurfa segja meira.
• Danska og Þýska í skóla okey nú er ég búinn að þurfa læra dönsku í 13 annir í skóla. Ég er ekki einn um það að pínast og hveljast þegar ég labba inní dönskukennslustundina þar sem dönskukennarin að mér finnst bíður með glapa í augunum eftir að fá að pína mig næstu 40 mínúturnar. Núna hins vega þarf ég ekki að fara í dönsku meira ég er orðinn stúdent í dönsku. Ég hitt um daginn danska stelpu, eftir nokkra bjóra mér fannst þetta kjörið tækifæri að heilla hann uppúr skónum með dönskunni sem ég var nú orðinn stúdent í. Ég sagði við hana: Vil du ikke danse. Hún horfði á mig eins og ég væri frá annari planetu. Ég veit ekki hvort það voru bjórarnir eða hörmulega frammistað með dönskuna,allvega skildi hún mest lítið í því sem ég sagði. Mér varð ljóst að eftir að hafði eytt 13 önnum með að meðaltali 4 tímum í viku þar sem önnin er að meðaltali 14 vikur gerir þetta 728 hræðilega dönskutíma og u.þ.b 485 kls í dönskutíma að gæti ekki gert mig skiljanlegan við danskan einstakling. Maður hlýtur að velta fyrir sér hvað þetta hefur allt uppá sig. Aftur kem ég að skattgreiðendum sem hrifsa af okkur þriðjung launa okkar í hverjum mánuðu og borga dönskukennurum og íþróttafréttamönnum. Næstu önn á maður að fara nema þýskuna og eftir 4 áfanga titla ég mig sem stúdent í þýsku við skulum sjá hvort ég verð sjóaðari í henni.


Ég á að fara mæta í próf eftir hálftíma þannig að ég verð nú að fara snúa mér að lærdómnum. Vona að þetta drepi nokkrar mínútur af ykkar tíma og afsakið stafsetnigarvillurnar því eins og ég kom inná áðan eru tungumál ekki mín sterkarkasta grein.

PS er þetta réttur flokkur eða er ég bara að rugla