Ég var nú ekki alveg viss hvar ég ætti að setja þessa grein en ætli hún passi ekki ágætlega hérna.

Allavega, ég hef oft velt því fyrir mér trúarbrögðum og tel sjálfur að þetta sé hlutur sem er að deyja út, en hvað um það, ég ætla ekki að tala um það hérna heldur ætla ég að tala um fermingaraldurinn eða semsagt aldurinn sem manni er þríst á að láta ferma sig frá foreldrum, skóla og vinum.

Hvernig fermingum er háttað hér á íslandi (hef ekki mikla vitneskju hvernig þetta er gert annarstaðar) er frekar asnaleg, skólinn og foreldrar setja þetta framm eins og þeta sé eithvað sem allir eiga bara gera og svo eigum við bara að vera með sem minnstar skoðanir á því.

Ég tel að fæstir sem eru 14 ára geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um trú sína á Guð, það eru náttúrulega alltaf einn og einn sem neitar að ferma sig því þeir sjá í gegnum þetta eða eru bara reina vera eithvað öðruvísi, en þegar ég var 14 ára þá gerði ég bara það sem mér var sagt, ég var nú eiginlega bara hugsa um gjafirnar eins og flest aðrir.

Að játa trú sína fyrir Guði ætti að vera eithvað sem hver og einn ákveður þegar þeir eru komin með nægan þroska til þess. Það getur enginn sagt að 14 ára krakkar séu að taka ákvörðunina, þau eru bara gera þetta því þeim er sagt að svona á þetta vera og til að fá gjafir. 14 ára börn eru ekki einusinni fjárráða en geta samt játað trú sína fyrir Guði almáttugum? Er Guð og trúin bara orðinn eithver ómerkilegur hlutur, fyrir mér já reyndar en hvað með trúaða fólkið? Biskupinn? Það er eins og þeim sé bara sama.

Í Noregi eru krakkar ekki einusinni skírðir, þeir taka þá ákvörðun seinna í lífinu þegar þroski þeirra er næguri (ekki ruglast á því að skíra og að láta nefna eithvern).

Mér finnst það ekkert annað en æskilegt að láta fermingu bíða til allavega 18 ára aldurs þegar maður er orðinn sjálfráða.

Með því að láta 14 ára krakka fermast á þennan hátt er það smánun á játninguna og bara trúnna sjálfa.

Takk fyrir mig ;) - Brynjar Harðarson