Lengd skólárs. Á það allstaðar heima?
Jæja, mig langar til að fjalla eilítið um lengingu skólaárs. Hann hefur lengst um 10 daga skv. kerfinu, mig minnir að það hafi verið árið 2000 eða 2001. Var það vegna nýrra kjarasamninga við kennara. En, á þett allstaðar heima? Nú bý ég út á landi, og mér finnst þetta vera bölvað bull hér! Ég er byrjaður að vinna snemma á vorin, og hætti ekki fyrr en seint á haustin! Ég er sem sagt í sveit ef einhverjum langar að vita það. En, þegar maður byrjar svo snemma, kannski löngu áður en skóli er búinn, og er að taka mörg frí úr skóla, þá er þetta bölvað vesen. Maður missir úr námsefninu, og þarf alltaf að vera að pressast við að klára verkefni og svoleiðis. Og foreldrar eru alls ekki sátt við þetta, af því sem ég hef heyrt. Þeim finnst þetta vera allt of langt skólaár, og er ég svo hjartanlega sammála. Krakkar sem eru í Brúarásskólaá Norður - Héraði, eru til að mynda búin 16 maí!Ég meina, haldiði að það sé ekki munur? að geta kannski byrjað að vinna og fá peninga. þeta á kannski heima fyrir sunnan (á höfuðborgarsvæðinu og þannig stöðum) þar sem fólk er að vinna baki brotnu og mér finnst stressið gífurlegt! Foreldrar þar eru kannski hrædd um á meðan að skólar eru ekki að börn sín lendi í einhverju rugli, og ég skil þau vel. En þar sem menn eru minna spillir út á landi (sem betur fer!) þá finnst mér þettavera óþarfi. Hvað haldiði að það sé ekki hægt að gera margt meira en það að hanga í skóla fram á sumar? Ég held að þetta sé vond ímynd, þar sem þetta tíðkast á hinum norðurlöndunum og ísl. stjórnvöld mega auðvitað ekki skera sig úr. eða hvað.. er þetta mont í íslendingum að láta þetta gilda? verðum við að vera eins og hin? Verður hér stríð allt út af þesu? það mætti skoða þetta! það er ekki hægt að vera eins og allir, það gengur ekki allsstaðar!