Ég hef verið að velta svolítilli kenningu fyrir mér og vill gjarnan deila henni með ykkur. Það virðist kannski fáránlegt að líkja heiminum við risastórt taflborð en ég varð að útskýra þetta einhvernveginn og þetta virtist vera auðveldasta leiðin.
Allur heimurinn er risastórt taflborð og öll erum við riddarar. Öll höfum við bæði sverð, skjöld og lásaboga til afnota. Einnig erum við í brynju sem við hyljum okkur með til verndar gegn árásum. Það fer eftir einstaklingi hversu stórt sverð manns er og skjöldur breiður. Ef þú ert tungulipur, orðheppin/nn þá ertu með stærra sverð en aðrir. Ef þú hundsar skítköst og móðganir þjóta um eyru þér þá er skjöldur þinn breiður og sterkur. Og ef orð særa þig eigi þá er brynja þí óhagganleg. Öll erum við með mismunandi vopn og brynjur eftir því hvernig við erum sem einstaklingar og öll stöndum við á reitum sem eru ætlaðir okkur. Vinir og vandamenn standa okkur næst og eru nálægt okkar reitum því þeir eru oftast það fólk sem við treystum mest. Það fólk sem okkur þykir annt um stendur næst okkar reitum og ef þeir kjósa að særa okkur geta högg þeirra sært okkur djúpt eða veitt okkur banahöggið því þeir eru í sem bestu færi og ekki sjáum við höggið koma því ekki búumst við við því. Ekki getum við varið okkur fyrst höggið kemur óvænt.
Ókunnugir menn sem móðga hvorn annan nota lásbogana til að skjóta á hinn því ekki geta þeir notað sverðin því þeir geta ekki komist í það gott færi nema að þeir standa nálægt hvor öðrum. Langt er milli reita þeirra því þeir þekkjast ekki. Hver um sig getur varið sig að vild með skildinum eða brynjuni og látið móðganirnar um eyru þjóta.
Mín kenning er sú að móðganir og allt sem að særir fólk er sverðsoddur eða ör þess sem orsakar skaðann. Ef maður særir mann þá er sá maður að nota sverð sitt til árásar og heggur í mannin til að særa hann. Öll tökum við mismunandi mikin skaða áður en við föllum niður endanlega eða ef við byrgjum það inni blæðir út í brynju okkar.
Ég er með góðan skjöld en ef sverð ykkar er stórt. Þá tel ég það að ykkur væri það fyrir bestu að minnka það sem fyrst því ekki vill fólk verða sært og því stærra sem sverðið er því hættulegri er viðkomandi. Ekki vill fólk verða fyrir því sverði og kýs að halda sig sem fjærst frá því.
Ég vona að þið skiljið hvað ég meina og ef það eru einhverjar athugasemdir eða spurningar þá látið vaða. Ef það verða einhver skítköst og móðganir þá er það ekki vandamál því skjöldur minn er breiður og brynja þykk, ég er kannski ekki með stórt sverð(frekar mætti vera kallað rýtingur) en ég kann að nota það.