Sælt veri fólkið!
Veggjakrot. Hversu lágt getur þessi aumkunarverða þjóð lagst
neða en að taka upp spreybrúsa, fara í næsta húsasund og
spreyja þangað til að einhver sér og flýja svo. Ég veit um einn
sem er Í FASTRI VINNU að mála yfir veggjakrot. Hverjum finnst
ekki meira gaman að fara út í búð, kaupa spreybrúsa, og
eyðileggja eigur annarra?
Þessi íslenska þjóð virðist vera svo siðlaus. Ég var á Spáni
núna í Júlí og ég sá strætóskýli. Ekki strætós-kýli heldur
strætó-skýli ( :P ) . Og gluggarnir voru úr gleri.
Þegar ég kom heim rúmri viku síðar þá sá ég strætóskýli á
Íslandi. Og gluggarnir voru úr PLASTI! Það þarf að gera
SÉR-STRÆTÓSKÝLI FYRIR ÍSLENDINGA VEGNA
EYÐILEGGINGARFÝSNINNAR Í SUMU FÓLKI Í ÞESSARRI
ÞJÓÐ!
Um daginn skrapp ég til Reykjavíkur (er búsettur á Selfossi)
eins og svo oft áður. Þegar ég var búinn að rölta um miðbæinn
nálægt tjörninni beygði ég inn að Alþingishúsinu. Fyrir fraan það
var glæsileg ljósmyndasýning sem hét “Earth from Above” .
Þar voru glæsilegar ljósmyndir sem teknar voru úr flugvél eða
þyrlu alls staðar að úr heiminum. Sumar myndirnar voru svo
glæsilegar að maður þurfti að skoða þær lengi til að geta dáðst að
þeim að fullu. Svo var stóóór pallur sem fólk var gangandi á.
Ég ákvað að stíga upp á hann. Það stóð á skilti fyrir framan:
“Please take your shoes off” . Samviskusamlega tók ég af
mér skóna og steig upp á pallinn. Þar voru til viðbótar við mig
u.þ.b. 5 manns, öll í skóm. Ég hafði varla lyst á því að vera að
stíga með skkaleistum ofan í drulu af skóm annarra svo ég
staldraði ekki lengi við á pallinum og hélt áfram að skoða
myndirnar.
Nokkrum vikum síðar (núna nýlega) kom í fréttunum að ungt
fólk hafi verið að eyðileggja myndirnar og það hafi þurft að taka
sumar ljósmyndirnar burt. HVAÐ ER AÐ HJÁ ÞESSU FÓLKI !?!?!
GETUR ÞESSI ÞJÓÐ EKKI STAÐIST ÞAÐ AÐ EYÐILEGGJA HVAÐ
SEM ÞAÐ SÉR!? ÉG BARA SPYR !!
LPFAN
PS. Titillinn er grín, orðagrín