Góða kvöldið kæru hugarar. Í dag var Gay Pride 2003 og þar var mjög mikið fjör. Veðrið var ekki það besta en það skiptir nú ekki miklu. Í dag tók ég eftir einu sem að vakti upp spurningu hjá mér. Þegar að Felix Bergsson var að flytja ræðuna sína var hann að telja upp nöfn yfir samkynhneigt fólk og tók ég eftir því að hann sagði eitthvað um “hinsvegin”, ég var bara að hlusta með öðru eyranu en ég tók eftir þessu og mundi eftir að samkynhneigt fólk hefur oft verið kallað hinsvegin. Þá vekur upp í mér ein spurning, eru samkynhneigðir eikkað hinsvegin? Mér finnst ekki, þeir eru bara fólk alveg eins og allir aðrir. Kynhneigð á ekki að skipta neinu máli og mér finnst að fólk sem er samkynhneigt ætti ekki að vera kallað hinsvegin fólk eins og það er stundum kallað. Mér finnst það bara vera tómt rugl. Ef að það er einhver samkynhneigður hérna á huga, þá ætti hann endilega að segja hvað honum finnst um að vera kallaður hinsvegin. Er einhver hérna sem er sammála mér eða er ég bara einhver þurs sem að pælir of mikið í einhverju sem að skiptir engu máli?
Ég var nýlega að komast að því að tveir góðir vinir föður míns eru samkynhneigðir og mér hefði aldrei dottið það í hug, þessir menn eru bara venjulegir gaurar eins og allir aðrir samkynhneigðir. Þetta sannar bara það að samkynhneigðir eru bara venjulegir eins og við, þeir eru ekkert “hinsvegin”.
Jæja, komið nóg af röfli í bili, samt, eitt að lokum. Ég er sjálfur gagnkynhneigður og er ekki að pæla í karlmönnum, mér finnst þetta eiginlega bara vera fordómar gagnvart samkynhneigðum að vera kallaðir hinsvegin.

Twacke
“You Don't love a person because she is beautiful! She is beautiful because you love her”