Ég hef verið að hugsa um þetta soldið lengi og hef ekki komist að neinni nákvæmri niðurstöðu.
Málið er nefnilega að ég hef stundum lent í samtölum við vini mína þar sem þeir eru að ræða hvað þau ætla að vinna við þegar þau verða stór. Flestir vinir mínir vildu vinna við eitthvað sem gaf af sér há laun og mikil fríðindi. Ég sagðist vilja vinna við kennslu (ég er reyndar búinn að gefa það upp á bátinn því ég hef meiri áhuga á ritstörfum) og þeir sneru sér við og spurðu af hverju í ósköpunum ég vildi það. Ég sagði að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera og mér fannst þetta eitthvað mikilvægt. Þá fóru þeir að tuða (kannski þetta sé of sterkt til orða tekið) um hvað þetta gefur ekki mikið af sér og þetta sé svo erfitt. Ég var frekar undrandi þegar ég heyrði þetta. Þeir voru virkilega að segja að peningar og þægindi stæðu framar þeim en það sem þeir hafa mestan áhuga á að gera.
Auðvitað getur það hugsast að einstaklingur hafi áhuga á tvennu og vinni frekar við það sem hefur hærra tímakaup. En á það að skipta máli? Það er einhvernveginn þannig að sumir geti ekki unnið við það sem þau vilja því það er ekki metið eins hátt og annað. Listamenn eru þá sérstaklega í vandræðum. Það er mjög erfitt að vinna einungis við tónlist hér á Íslandi svo og aðrar listir eins og myndlist og bókmenntir. Sama hversu hæfileikaríkur og atorkusamur einstaklingurinn er, þá er það mjög erfitt fyrir listafólk að lifa í góðum lífsgæðum hér á landi. Það er ekki eins erfitt fyrir bissnessfólk og þá sem eru t.d. í sjávarútveg. Er þetta réttlátt?
Mér finnst það ekki. Þetta fyrirkomulag veldur því að fólki er skipt eftir stéttum og stéttirnar fara eftir efnahagnum, en ekki hversu dugleg manneskjan er. Þetta leiðir af sér fordóma og það þarf vart að nefna hvernig það getur verið vont fyrir mann.
Ég sé kannski eina leið útúr þessu. Það væri hægt að jafna út allar stéttirnar, sem sagt gera fólki auðveldara að vinna við það sem það vill. Það veldur því sem sagt að það verður jafnt hlutafall í hverri vinnu þannig að það verður ekki eins mikið sjokk fyrir fólk að vita ef einhver er ræstitæknir eða ruslakall. En það krefst þess að fólk hafi nógan vilja og vera óhræddur við hæfileika sína. Kannski það sé hægt að kenna það í lífsleikni í skólanum í staðinn fyrir að föndra og annað…..
Ps. Mér finnst að það ætti að vera gerð skilgreining á því hvernig efni hægt sé að senda inn í Tilveruáhugamálið, ég er nefnilega ekki viss sjálfur, og er þes vegna ekki viss hvort þetta eigi heima hérna :/