Eina með ENGU, takk! Hvað er að gerast? Er þjóðfélagið að hrynja? Erum við að falla í
sömu gryfju og Harlem? Er ekki hægt að halda venjulegar
fjölskylduhátíðir? HVAÐ ER Í GANGI?!!?!?!

Þannig er mál að vexti að ég skellti mér á Eina með öllu á
A“k”ureyri á laugardaginn sl. um verzlunarmannahelgina. Ég
var kominn inn fyrir bæjarmörkin um hálf sjö leytið (18:40) og
kom mér fyrir í herbergi ásamt foreldrum mínum.
Laugardagskvöldið voru skemmtiatriði víða, hægt var að sjá
eldgleypa, ungar fáklæddar táningsstelpur í sama hóp ganga
í glerbrotum (til sýningar, glerbrot sett á alk og þær gengu um
á þeim) ungan strákslána kasta 3 keilum milli handa o.m.m.fl.
Það sem toppaði allt var að hljómsveitir spiluðu á gamla góða
Ráðhústorginu það kvöld. Paparnir voru að mínu mati
langbestir það kveld, þeir spiluðu skemmtileg írsk dægurlög,
ég mæli sterklega með disk þeirra, Þjóðsaga. Paparnir spiluðu
kl. 9 og á eftir þeim komu hinir umdeildu XXX Rottweiler
hundar. Þeir spiluðu og sungu… bíddu nú við, spiluðu og
sungu? Þeir ýttu á play á einhverju tæki og lögin voru mest
hálftöluð, bara hratt… þeir niðruðu sum lög, t.d. notuðu þeir
undirleik úr laginu “Open your heart” sem Birgitta Haukdal
söng í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd
Íslands í vor. Ég held að þetta sé kallað brot á höfundarrétti ( ©
þýðir copy/write not eitthvað blablabla dót ) . En alla veganna, á
eftir þeirri hörmung kom það sem var það lægsta sem hægt er
að leggjast á fjölskylduhátíð á Íslandi. Kynnirinn kom á svið og
kynnti hljómsveit eina á þennan hátt:

“Nú er komið að hápunkti kvöldsins… við erum að tala um ekta
þungarokk. Við erum að tala um STÓR BRJÓST!! Við erum að
tala uuummm………. BRAIN POLICE !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!”

og á sama andartaki steig þngarokkhljómsveitin Brain Police
á svið. Þeir tóku steflag (fyrsta lag) á undan kynningu á sjálfum
sér. Það var voða lítið sungið í því lagi, bara spilað og söngvarinn
drakk bara kók og reykti sígarettu á meðan að hljómsveitin
spilaði. Svo tók hann eitt ógurlegt öskur í hljóðnemann og þar
með var lagið nánast búið. Svo dundi áfallið yfir… eftir lagið tók
söngvarinn til til máls:

“1,2. 1,2. Test. ERUÐ ÞIÐ EKKI ALLIR Á DJÖFULS FYLLERÍI,
ÞARNA HELVÍTIS AUMINGJARNIR YKKAR !?!?!”

Unglingar frá 18-22 ára í áhorfendaskara (flestir fremst,
djammkynslóðin) :

“JÚÚÚÚÚÚÚÚÚ!!!!!!!!!!!!!”

Og það var það. Svo tóku þeir nokkur öskurlög. Þarna voru börn
frá nokkurra mánaða og 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 ára með
foreldrum sínum. Hvað ætli þau haldi? Að fólk tali svona og eigi
að tala svona? Ég segi á móti Ein með öllu: “EINA MEÐ ENGU
!!!”

LPFAN