Sælar/sæll
Ég vil benda ykkur á að orðið “maður” er ekki endilega heiti yfir karlkynið. Maður er stytting á orðinu manneskja. Erum við ekki öll mannseskjur? Orðið maður er heiti yfir dýrategundina sem við öll erum af, við erum jú dýr eins og aðrar lífverur. Mér finnst svo ofboðslega hallærislegt að vera að tala um “talskonu” í staðin fyrir talsmann og “þingkona” í staðinn fyrir þingmaður og þar fram eftir götunum.
Niðurstaðan er því sú og það sem ég vil koma á framfæri er: “Við erum öll menn, bæði karlar og konur”.
Það er ekkert jafnrétti í að tala svona, breyta starfsheitinu maður í “kona”. Maður er bæði karl og kona, þannig að þetta er nær því sem heitir “yfirtaka”, ekki jafnrétti.
Kveðja