Mikið hefur verið rifist um hvort lögleiða ætti marihuana í hinum og þessum löndum um allan heim. Ég tala sem hlutlaus manneskja sem hefur aldrei prófað neitt slíkt.
Í dagblöðunum hérlendis koma þvílíkar horrorsögur og auglýsingar á heilsíðum… sagt að notkun hass eykur líkur á geðveiki seinna meir á ævinni, að það skemmi minni, hægi á starfsemi heilans… en svo fór ég nú að spá… ef mig langar nú að spyrja þessa manneskju sem bjó til þessa auglýsingu, fá að vita hvaðan hann/hún fengi þessar heimildir??? Ég held bara að fólk sé bara með einhverja eiturefnafóbíu og að öll efni séu skaðleg og rosalega hættuleg, en nú hef ég séð svo MARGOFT í bókum, tímaritum og vefsíðum sem gerðar eru í öðrum löndum að kannabisefni, þá er sérstaklega nefnt marijuana, séu meira mannbætandi frekar en mannskemmandi. Það getur hjálpað fólki sem er með gigt, á erfitt með svefn, fólk sem er mikið stressað og margt fleira, og jafnvel mikil notkun, þá meinum við á hverjum degi, hafi ekki skaðleg áhrif á heilsuna. Bæði sígarettur og áfengi eru mikið hættulegri en marijuana… og stanslaus notkun fólks á efninu er ekki líkleg.. myndi aldrei verða meiri en notkun áfengis hér á landi, svo hvar er þessi mikla hætta? Alkar eru alkar því áfengið er of vanabindandi, en marijuana er það ekki.
Trúið mér, ég hef lesið þetta í læknagreinum víðsvega, og hef AÐEINS lesið neikvæðar greinar í íslenskum blöðum og bæklingum. Er ekki tími til að stíga næsta skrefið? Eða vera að minnsta kosti eins og í Danmörku: Kannabis er ekki leyft, en lögreglan hefur áhyggjur af stærri hlutum en rólegu fólki að neyta kannabisefna!
Ef þið viljið frekari upplýsingar:
http://content.health.msn.com/content/article/70/8097 2.htm