Varðandi ákvarðanir...! Hvað ætli hafi áhrif á ákvarðanir okkar? Gjörðir annara, gjörðir okkar, staða okkar, staða annara og ættingja t.d, hvað hugurinn segjir okkur að gera. Það er oft talað um hina réttu ákvörðun, hvað er hin rétta ákvörðun? Oft þegar að maður er kannski með tvo valmöguleika, að fara þessa leið eða hina. Síðan velur maður aðra leiðina og telur það rétt að þetta var rétt ákvörðun. Ok, þetta er ekki beint gott dæmi, en samt. Hér er kannski annað sem að höfðar meira til ef að maður er að taka alvarlegar ákvarðanir; Ef að maður er að sækja um kannski menntaskóla (ekki beint alvarlega en hefur náttúrulega áhrif um framtíðina) þá hugsar maður oft um hvernig skólarnir eru og kennsluna. Oft heyrir maður fólk seg oft um einhvern skóla, kannski um einhverja kennara, síðan fer maður að heyra margar sögur og hættir við skólann. Þetta kallast gjörðir annara (ef ég er að rétt). Tökum alvarlegra dæmi (sem gæti haft áhrif á mannkynið), t.d. ef að svona geimfarar, eða eldflaugafræðingar eða hvað sem þetta heitir nú eru að taka ákvörðun um hvort eigi að sprengja þessa plánetu eða þessa. Þá þurfa þeir að ákveða hvað er best fyrir mannkynið. Hvort kannski það er betra að gera þetta eða hitt (það er kannski soldið erfitt að skilja þetta). Sumt sem að við ákveðum er það sem að við höldum að sé best að gera. Oft þegar að kannski foreldrar manns ákveða eitthvað þá verðum við kannski rosalega fúl og finnst þetta ekki sanngjarnt. En þau eru bara að reyna að gera það sem að þau halda að sé best fyrir okkur og þau. En þegar að við erum að ákveða eitthvað fyrir okkur er það oftast það sem að mun hafa áhrif á stöðu okkar, yfirleitt fyrir framtíðina okkar eða afkomendu okkar. Eins og erfðaskrá! Við getum nefnt upp endalaus dæmi og allt kemur eins út að við reynum að gera það sem við teljum vera best. (Og plís ekki fara að snúa eitthvað mikið út úr þegar að þið svarið)
—————————————-

Ta kk fyrir mig
Kisulora89