Hvað er öðruvísi?? Hvað er venjulegt? Ég hef eimmitt verið að spá í þetta sko. Ég var á föstudagskvöldið að tala við vin minn og við vorum út í sjoppu. Síðan kom þroskaheft fólk inn í sjoppuna; Ein konan var með of lítinn búk en fullvaxnar lappir (samt stuttar) og lappirnar voru mis langar, síðan var einn strákurinn sem að labbaði rosalega mikið innskeift og hendurnar voru svona, já. En eins og við segjum oft þegar að við sjáum svona fólk þá segjum við eitthvað eins og, sérðu hvað þessi er asnalegur, vá hvað þessi er eitthvað útskeifur, hahaha sjáðu þennan í hjólastólnum. Ætli fólk sem að er í hjólastól eða er innskeift segi kannski, sérðu hvað þessi er eitthvað venjulegur! Sérðu hvað þessi er með jafnar lappir, vó sjáðu þessi labbar venjulega hahaha. Það er oft þannig að þroskaheft fólk er ekkert að spá í hvað þau labba öðruvísi eða ýmislegt í þá áttina, eins og t.d. mongólitar eru alveg frábært fólk, alltaf svo lífsglaðir og bjartsýnir. En þeir fatta ekki að þeir eru öðruvísi, bara eins og annað fólk.
Síðan er það fólk sem að er ýkt að reyna að vera öðruvísi, reyna að skera sig út, það er ekki sniðugt. Eins og t.d. að ganga í glötuðum fötum og vera síðan ekkert að finnast þessi föt eitthvað flott. En það er allt annað að ganga í fötum sem að manni sjálfum finnst flott en kannski ekki öðrum. Vera alveg sama hvað öðrum finnst um fötin sem að maður gengur í! Bara vera maður sjálfur….! Ég var um daginn að spá í já, súrealíst fólk, það er soldið fyndið að vera súrealskur. Eins og að segja eitthvað súrealíst;
-Ohhh, þoli ekki þessar mýflugur, þær fara svo mikið á mann.
-Nú, finnst þér það ekki gaman? Mér finnst það æðislegt.
——————————————– ——————
Þetta var t.d. mjög súrealíst samtal. Þetta er soldið fyndið sko!
En hugsið um þetta næst þegar að þið ætlið að fara að setja eitthvað út á þroskaheft fólk, eða öllu heldur fólk sem að er “öðruvísi”.
Takk fyrir mig…..Kisulóra89