Ég vil benda á að þessi grein fjallar ekki um Eminem sem rappara, heldur er hann sönnun þess hvað einelti er ógeðslegt. (Ég vona að þetta sé rétta áhuamálið til að skýra frá þessu)
Ég var að heyra þá frétt að Eminem væri að fá en eina ákæruna. Kom mér ekki á óvart fyrr en ég heyrði að þetta væri ekki mamma hans. Þetta var einhver gaur sem lagði Eminem í einelti sem barn. Eminem var búinn að skrifa texta og kallaði þennan mann “bully” (hrekkjusvín, einhver sem leggur í einelti)o g það varð til þess að þessi gaur kærði Eminem fyrir að eyðileggja orðstír sinn.
Er ekki allt í lagi hjá fólki? Þessi maður er þvílíkur hálfviti!!! Hann gerði líf manneskju mjög erfitt, lagði manneskju í einelti, og núna þegar það kemur í ljós seinna, þá ætlar hann að kæra manneskjuna fyrir að segja fólki frá því. Og að það eyðileggji orðstír sinn!!! Ég á ekki orð. En ég ætla að reyna að finna upp á einhverju til að skrifa því þetta er bara of mikið rugl til að maður sleppi þessu (nota bene, þessi frétt er sönn en mér finnst hún rugl).
Ég veit það af biturri reynslu að einelti er eitt af því andstyggilegasta og grimmasta sem andlega hliðin hefur uppá að bjóða. Þetta meiðir margfalt meira en ef maður er barinn og ég skil alveg hvað Eminem gekk í gegnum í grunnskóla. Hann hefur þurft að þola að einhver hálfviti, sem hefur ekkert sjálfsöryggi, leggur hann í einelti til að finnast hann vera betri en einhver. Gerandinn er nebblega ógeðslega pathetic. Hann þarf í örvæntingu að vita að einhverjum líður verr en honum sjálfum svo að honum líði betur.
Og sem betur fer hefur Eminem fundið leið til að fá útrás frá þessum minningum, tónlist. Þetta er hans meðferð. Hann skrifar um allt það sem hann er á móti og allt sem hefur gert honum eitthvað vont. Og hann á rétt á því, það á að kallst málfrelsi, meira að segja í USA. Hvernig gat hann búist við því að gerandinn væri það heimskur að enginn myndi nokkurn tíma vita þetta? Auðvitað myndi þetta einyhvern tímann koma fram. Eminem hefði sagt einhverjum frá því ef hann hefði ekki samið neitt um þetta (ef hann hefur ekki sagt neinum frá þessu einelti).
En það sem mér finnst þverst við þetta allt er að þetta “case” var samþykkt af dómara, þannig að það verður réttað úr þessu. Það er í alvörunni verið að rífast um það hvort þolandi eineltis eigi að vera refsað fyrir að kalla á hjálp. Hann er öugglega búinn að jafna sig nokkurnveginn á þessu einelti, en fyrst hann var að skrifa um þetta, þá voru ennþá einhver “unfinished issues” í undirmeðvitundinni og þetta var hans leið til að koma því út. Og hver veit? Kannski hefur þessi gerandi eineltis, ennþá einhver tök á honum sem leiðir kannski til þess að hann vinni málið. Ég vona samt ekki, vona að Eminem sé nógu sterkur til að þola þetta.
Mér finnst þessi ákæra algjört rugl og vona ég innilega að Eminem vinni þetta mál.
Ps. Ég fíla ekki Eminem, ekki sem tónlistarmann, ekki sem manneskju, en ég finn til með honum því ég veit að það er erfitt að jafna sig eftir einelti.