Ef þið eruð tímabundin og viljið eyða dýrmæta tíma ykkar í eitthvað mikilvægt verið þá ekkert að lesa þessa grein:)
Ég er oft að pæla í lífinu og fólkinu og hvernig við öllu erum. Við erum öll mannleg og gerum mistök og því er í flestum tilvikum hægt að fyrirgefa fólki. Þó eru til undantekningar, t.d. framhjáhöld sem ég er alfarið á móti. Ég meina það ef fólk hefur ekki lengur áhuga á maka sínum og vill prófa eitthvað nýtt þá bara að segja manneskjunni upp. Makinn á það nú skilið frekar en að vita seinna meir að hann hefði getað byrjað með Gunna út í bæ og nýtt betur sínum tíma þar.
Ég hef líka oft pælt í heiðarleika hjá fólki og tvöföldu siðgæði. Það er nú hálfgert grín þegar maður er í kringum fólk og það talar og talar um allt milli himins og jarðar, setur eitthvað út á einhvern sem er ekki í nágrenninu og talar vel um alla sem eru þarna að hlusta. Svo þegar einhver fer þá fer hann (munnræpan) að tala illa um þá manneskju. Ég hef oft lent í þessu og pæli oft í því hvað manneskjan segir um mig þegar ég fer í burtu. En auðvitað eigum við sjálf ekki að eyða tíma í að hugsa um það, því það er bara drep fyndið að svoleiðis manneskjur neinni að eyða tíma sínum að setja út á aðra, sem eru ekkert betri sjálf.
Þetta voru nú bara dulitlar vangaveltur og ég er auðvitað ekkert að alhæfa neitt yfir á allar skoðanir, þetta eru bara mínar skoðanir sem eru réttmætar eins og hjá hverjum og einum.
Mér leiddist bara um stund því ég er að bíða og datt í huga að deila með ykkur hérna netvafrendum á hugi.is með nokkrum skoðunum frá mér.
:)