Unglingar fara margir oft að neyta eiturlyfja ungir. Það er oft þannig sem þeim er gefið efnið í fyrsta skipti og komast í vímu, verða háð efninu og kaupa það af manninum sem gaf þeim það.
Sjaldgæfara er að unglingurinn byrja að neyta eiturlyfjanna af því að hann vilji það heldur er oft hópþrýstingur sem ýtir þeim út í þetta og lélegur félagsskapur. Fyrsta hugsun unglings er kannski sú ,,Bara þetta eina skipti“ en eftir þetta eina skipti kemur annað skipti og svo annað og þau verða háð eiturlyfunum.
Eiturlyf eru mis hættuleg en þó öll hættuleg á eitthvern hátt og getur eiturlyfjaneysla um nokkurt skeið valdið dauðsfalli. Þegar foreldri neytir eiturlyfja, drekkur og reykir er líklegra að barnið byrji á því sama. Sá sem neytir eiturlyfjanna fer fljótt að missa áhuga á námi og getur ekki einbeitt sér að neinu slíku. Lífið fer bara að snúast um að redda sér efnum og komast í vímu annað í lífinu finnst unglingunum ekki skipta máli lengur. Að sjálfsögðu eru ekki bara unglingar í ruglinu og ég er ekki að reyna að segja það en mest megnis er þetta fólk á aldrinum 13-30 ára fólk.
Hér er saga einnar mömmu sem átti barn í ”ruglinu":
Eitt stærsta vandamálið sem ég hef átt við að stríða sem móðir var að viðurkenna þá staðreynd – og hætta að loka augunum fyrir henni – að barnið mitt væri fíkniefnaneytandi.
Ég vissi að ég hafði séð barninu mínu fyrir umhverfi sem var laust við fíkniefni. Ég vissi einnig að ég hafði margoft minnst á þau áhrif sem fíkniefni hafa á börn. Barnið mitt tók mikinn þátt í skátastarfi og íþróttum og fjölskyldan fór oft til kirkju. Þessa vegna var engin hætta á því að barnið mitt færi að neyta fíkniefna. Sú hugsun hafði aldrei hvarlað að mér þegar það gerðist.
Ýmis atvik leiddu mig í allan sannleika um það og ég gat ekki lengur neitað því að barnið mitt væri farið að neyta fíkniefna. Áhuginn fyrir íþróttum minnkaði. Einkunnirnar í skólanum fóru lækkandi. Þegar kennarinn sagði mér að barnið mitt væri hætt að fylgjast með í skólanm og sofnaði jafnvel fram á borðið hélt ég að ég hefði ráð við því: bara flýta háttatímanum – barnið mitt væri bara þreytt. Það hafði dregið mjög úr boðskiptum milli okkar – gerðist slíkt ekki einmitt á vissu tímabili á bernskuskeiði? Ég fann litla plastpoka þegar ég fór að leita að einhverju, en þeir voru alltaf tómir. Nokkur frækorn í vasanum sýndust ekki svo hættuleg. Mér tókst jafnvel að finna eðlilega skýringu á þessum tveim litlu pípum sem ég fann. Ég varð vitni að því aðeins einu sinni að barnið mitt átti erfitt með að gagna eftir ganginum þegar það var á leið í rúmið. Þetta væri ekki honum að kenna. Einhver hafði narrað hann til að drekka áfengi.
Ég var svo frá mér af örvæntingu að ég vildi ekki viðurkenna að barnið mitt væri orðið svona háð fíkniefnum. Ég var haldin slíkri afneitun. Hvað mundi fólk halda? Hvert gætum við leitað eftir hjálp? Ég hafði vissulega misst tökin og að sjálfsögðu hafði ég samviskubit. Ég var gripin vonleysi og ég var reið. Ég fór því að óttast um líf barnsins míns.
Fjölskyldulífið fór úr böndunum. Við lifðum í andrúmslofti vonlausrar örvæntingar. Við æptum hvert á annað á óviðeigandi tímum. Ég fór jafnvel að kvíða því að koma heim úr vinnu. Svo virtist sem lífið veitti okkur enga ánægju lengur. Það var jafnvel orðið erfitt að vera glaður…. eða hlæja.
Ég gat ekki lengur neitað staðreyndum eftir það sálræna áfall þegar barnið mitt hljópst að heiman, án þess að kveðja eða taka með sér föt eða peninga – hann bara hvarf.
Þegar ég loks viðurkenndi þann hræðilega vanda sem fíkniefnin höfðu valdið í lífi barnsins míns fór ég að leita leiða til að bjarga lífi þessarar ungu manneskju. Í nær tvö ár var ýmislegt reynt til að vinna bug á þessum vanda. Ég ræddi við presta, fékk hjálp hjá sérfræðingum bæði fyrir fjölskylduna og barnið og stuðlaði að stuttri afeitrunarmeðferð og réði sérkennara. Ég vissi ekki þá að hér var ekki aðeins um að ræða svolítið “hass og áfengi”, heldur neyslu ýmissa efna.
Ég fékk áhuga á foreldrhóp á vegum foreldrsamtakanna Vímulausrar æsku, sem var að reyna að takast á við fíkniefnaneyslu unglinga. Ég sótti fundi, hlustaði í fyrirlestra, reynslusögur o.s.frv. Stuðning og hjálp veitti fólk sem hafði áður neytt fíkniefna en síðan hætt því. Barnið mitt og öll fjölskyldan hafa nú tekið þátt í foreldrahópnum í nær hálft annað ár og lífið er orðið svo miklu betra.
Við erum farin að geta tjáð tilfinningar okkar hvert fyrir öðru. Við látum í ljós mikinn stuðning og kærleika og lífið er orðið eins og það var áður en fíkniefnin komu til sögunnar. Sjálfsálitið, sem var alveg horfið, er farið að byggjast upp aftur og við eygjum von í framtíðinni, von fyrir fjölskylduna og líf barnanna hefur breyst til batnaðar.
Fíkniefnaneytandi verður að losa við fíkniefnin í eitt skipti fyrir öll. Einn sopi af áfengi eða ein hasssígaretta getur komið honum alveg niður á botninn aftur, þar sem hann hefur enga stjórn á lífi sínu og framtíð. Mikilvægt er að hafa áætlun og stuðningshóp til að hjálpa manni, vegna þess að það er ævilögn barátta að halda sér fíkniefnalausum.
~Yrsa~