Lífið er að fara til hel*****. Og það eru ýmsar ástæður fyrir því. T.d sú að krakkar eru farnir að blóta allt of snemma. Maður er svona á leiðinni í skólann og segir hæ við einhvern lítinn saklausan krakka á leiðinni í skólann með litla sæta skólatösku en svo segir hann manni bara að fara í rassgat eða segir fu** you eða eitthvað í þá áttina.
Svo er líka annað sem er eiginlega ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein. Hún er sú hvernig fólk lítur á lífið. Flest fólk lítur á lífið sem einhverja formúlu. ,,Fólk Á að vera svona en ekki svona. Þessi er t.d hálviti því hann gerir þetta en ekki svona eins og ég.”
En það ER ekki nein formúla fyrir lífinu. Fólk á að gera það sem vill gera og finnst skemmtilegt að gera og njóta lífsins. Allt fólk þarf ekki að verða eitthvað flott skrifstofufólk. Svo einfaldlega þoli ég ekki þessa endalausu gagnrýni fólks á áhugamáli annara. Það er það versta sem fólk getur gert, að setja út á áhugamál annara. Það er glæpur.
,,Jón, ertu í tölvunni núna. Viltu ekki hætta og fara læra viðskipafræði svo þú getir orðið hámenntaður skrifstofumaður.” Þetta er alveg óþolandi.
Fólk sem ég þekki vill helst að ég læri miklu meira en aðrir og verði flottur kall í jakkafötum á hverjum degi.
ÞAÐ ER EKKI TIL FORMÚLA FYRIR LÍFINU. Þetta er svona eins og algebru jafna. Þeir sem reikna rétt útur henni eru flottir og lifa heilbrigðu lífi en þeir sem fá vitlaust eru hálvitar. Þetta er bara ekki svona.
Jæja, þetta er nú bara smá pirringur í mér.