Af hverju eru fólk orðið svona heiladautt og forritað?
Af hverju hefur enginn sínar eigin skoðanir?
Ég er orðin svo alltof þreytt á fólki sem hefur ekkert að segja. Fólki sem lifir lífinu rosalega hratt, má ekki missa af neinu.
Áhugamál fólks nú tildags er djamm, tónlist, vinirnir og útivera.
Mér finnst í fínu lagi að fólki finnist gaman að fara út og skemmta sér en ég get ekki tekið það með sem áhugamál.
Það eru rosalega margir sem segjast hafa áhuga á tónlist en vita ekkert um tónlist, eiga enga uppáhalds hljómsveit, eiga kannski enga geisladiska og í raun vita ekkert um tónlist.. segja það bara því að allir aðrir segja hafa áhuga á tónlist. Rétt eins og ef maður horfir á djúpu laugina þá segjast alltaf allir vera að leita að einhverjum sem er hreinskilinn.. formúla.. formúla… forritun!
Fólk segist hafa áhuga á vinum sínum…. já ok gott mál. En gerir einhver sér grein fyrir því hversu fólk á auðvelt með að gleyma vinum sínum, henda þeim í burtu þegar að það eignast kærasta/kærustu. Fólk baktalar heldur engan meira en akkúrat besta vin sinn. Ég bara skil þetta ekki.. svik, baktal, lygar og dónaskapur virðist einkenna týpíska vináttu í dag.
Útivera, það hefur enginn sem ég þekki einhvern áhuga á útitveru, jú nema kannski mamma.. en enginn á mínum aldri. Það eru alltaf allir á bílum, allir að keppast við að vera rosa kúl..
Skilur einhver hérna hvað ég er að tala um?
Það gerist kannski einu sinni á ári að ég hitti einhvern sem að hefur í alvörunni skoðannir á einhverju, sem að klæðir sig ekki í snjáðum gallabuxum eins og allir aðrir (snjáðar gallabuxur eru btw eitt það ljótasta sem að ég hef á ævinni séð.. ógeðslega örvæntingafull leið fyrir popparana að virka rokkaralegir.. nema hvað að.. rokkarabuxur verða snjáðar með tímanum.. það þýðir ekkert að kaupa þær nýjar og þykistu snjáðar, það er bara asnalegt.)
Af hverju er enginn sem nennir að tala um alvöru hluti? Sem nennir að pæla í hlutum.. ég sé það hvergi hér á huga nema kannski inn á Rokk eða Kvikmyndum.
Í skólanum þá eru allir leiðinlegir og ég er ekkert að grínast, það eru bara allir leiðinlegir. Asnaleg tóm samtöl, dag eftir dag eftir dag.. um ekkert, en samt eru allir eitthvað svo hressir.
Finnst engum þetta niðurdrepandi nema mér?