Sjónvarps áhorf.
Það horfa allir á sjónvarp, þó að þeir sitji ekki fyrir framann sjónvarpið allann daginn, þá hafa allir a.m.k á íslandi horft einu sinni á sjónvarpið.
Sjónvörp eru eitthvað sem við íslendingar mindum ekki komast af án, því þau eru orðinn fastur hlutur í tilveru okkar.
Í sjónvörpum er sýnt margskonar sjónvarpsefni alveg frá teiknimyndum og upp í heimildamyndir um hryllingsmyndir, það er nánast eitthvað fyrir alla í sjónvarpinu.
Um 50% Íslendinga sitja heima hjá sér á laugardagskvöldum og horfa á einhverja bíómynd með fjölskyldunni, á meðan hinir eru kannski úti að djamma, já eða á samkomum.
Litlir krakkar horfa mest á sjónvarpið á laugardags og sunnudagsmorgnum, því þá er verið að sýna barnaefnið og það er aðallega það sem fær þau til að horfa á sjónvarpið.
Unga fólkið hefur nú nýlega að mestu verið að horfa á skjá 1, enda er komið þar alveg frábær dagur með “unglingaþátuum”, það er fimmtudagur, og á honum eru næstum einungis sýndir þættir sem unga fólkið hefur áhuga fyrir.
Gamla fólkið lætur það nú nægja að horfa á fréttirnar, veðrið, kannski íþróttirnar og flest öll horfa á Leiðarljós eða Glæstar vonir.
Foreldrar manns, setjast sjaldan fyrir framann sjónvarpið og ef þau gera það, þá er það aðallega til að horfa á fréttirnar og veðrið og kastljósið og íþróttirnar já og sumir horfa á bráðavaktina og annað slíkt sjónvarpsefni sem höfðar til allra.
Sjónvarps áhorf er í raun ekki það skaðlegt ef maður passar bara upp á það að horfa ekki allt of mikið á það, og situr ekki allt of nálægt því.