Stig Stigin á huga eru farin að skipta svo miklu máli meðal hugara.
Alltaf þegar ákveðnir hugarar eru að senda inn greinar, ljóð, sögur, brandara, myndir eða kannanir eru þau einfaldlega að hugsa “ef ég sendi inn fæ ég meiri stig og verð ofurhugi”, það er ekki gott að hugsa bara um stigin, því fljótt fara hlutirnir að breytast, og maður hættir að hugsa um hvort greinin sem maður er að senda inn, sé virkilega góð eða hvort maður sé bara að þessu fyrir stigin.

Stigin á huga eru ágæt og þau eru alls ekki tilgangslaus, því maður sér hverjir eru virkastir á huga og hverjir hafa virkilega áhuga á áhugamálum sínum…=/

Ofurhugar–> það er eitthvað sem allir vilja vera og stundum leggja þeir sig alla fram við að verða það, á meðan aðrir taka ekki einu sinni eftir því að þeir séu komnir á ofurhugalistann.

Það er hægt að senda inn alls kyns greinar um allskyns hluti, en sumir stjórnendur eru strangari en aðrir og samþykkja ekkert, nema það sé hágæðaefni.

Ungt fólk, og þá er ég að tala um alla krakkana sem eru á huga, frá 10 og upp í 17 ára, þau hafa ekki jafn mikla reynslu og hinir og eiga því stundum erfitt með að fá greinarnar sínar samþykktar, og ef greinarnar þeirra eru aldrei samþykktar, þá vita þau ekki hvað þau þurfa að bæta og hvað sé að…!

Það er oft með þau eldri á huga og þá er ég að meina þá sem hafa náð átján ára alri, að þau rakki þau yngri niður með alls kyns gagngrýnum eins og “ertu tólf ára” já, kannski er viðkomandi tólf ára og kannski er þetta frumraun hans í að semja grein, svo er hann rakkaður niður og þorir ekki að senda inn grein á næstunni.

Mér finnst í lagi að það séu stig á huga og að það séu ofurhugarar, og ég veit að nú gagngrýnið þið mig fyrir að senda inn þessa grein afþví að ég er ofurhugi á tilverunni, en það kemur málinu bara alls ekki við, það bíttar mig engu, þó að ég fái ekki stig fyrir þessa grein, því ég hugsa ekki bara um stigin, heldur hugsa ég um það sem þarf að koma afstað umræðum um.

Að lokum vil ég segja að þið sem eru eldri, eigið ekki að vera að rakka niður einhverja litla krakka, því það er soldið sem kallast einelti að vera að gagngrýna sömu manneskjuna þúsund sinnum, þó að það sé bara á ákveðnu áhugamáli á hua eða hvortþað séu allar greinar sem viðkomandi sendir inn.

;manni getur sárnað þó maður gráti ekki;

GullaJ