Það eiga allir vini, sama þó þeir séu eldri eða yngri eða ljótir eða sætir eða feitir eða mjóir, það eiga allir vini.
Vinir eru eitt það miklivægasta í tilveru okkar íslendinga og annarra þjóða, við þörfnumst vina eins og matar, einhvern til að umgangast, elska og vera elskaður af.
Vinir geta verið mismunandi, bæði í útliti og eftir persónuleika, þeir geta haft mjög líkt útlit og verið með allt öðruvísi persónuleika eða öfugt.
Það þarf að rækta vini sína, eins og blóm því vinir eru ekki sjálsagðir, það þarf að vinna fyrir þeim og það er bara ein leið, að vera maður sjálfur.
Vinir manns þekkja mann og því líkar þeim við mann,það er ekki afþví að maður á flott föt eða flottann bíl, heldur vegna þess sem maður er, nefnilega maður sjálfur.
Þú getur ekki verið einhver annar, ekki þóst vera Britney Spears afþví að hún syngur vel, því það gengur alls ekki upp, þú ert enginn annar en þú villt vera og ert.
Vinir standa með manni í öllu, ef einhver nákominn þér deyr, getur þú leitað til vina þinna, ef þú veikist, getur þú leitað til vina þinna, ef þér gengur illa í námi, getur þú leitað til vina þinni, hvað sem bjátar á, þú getur alltaf leitað til vina þinna.
Vinir fara með manni á hina ýmsu staði og sýna manni sína uppáhaldsstaði eða sýna manni það sem þeim finnst fallegt og þann stað sem þeim líður vel á.
Vinir geta opnað hjarta sitt fyrir manni, þau geta sagt þér allt, hvernig þeim líður og afhverju, vinir eru til þess að nöldra í en líka til að elska
Nöldraðu í vinum þínum!
Co. Ég vil taka fram að ég er ekki með neinu móti að segja í þessari grein að Britney Spears syngi vel.