Hér ætla ég formlega að svara grein sem GullaJ skrifaði hér
fyrir stuttu um kynjamisrétti…
Ég sé ekkert kynjamisrétti í kringum mig. Það eru allir
misjafnir. Fá karlar hærri laun en konur? Ég hef séð margar
konur með há laun og öruglega hærri laun en margir karlar.
Og svo er hægt að fá hærri laun með því að fara inn til
yfirmannsins og biðja um hærri laun :) svo einfalt er það.
Annað dæmi: Kynjamisrétti í badminton? Haha! Konur eru fyrir
fram kannski út af því að þær eru (í 99% tilfella) með færri vöðva
en karlar og kannski…bara! Afhverju ættu þær ekki að vera fyrir
framan?
Seinnasta dæmi: Ég sá einhverja stelpu á “Handbolti” vera að
tuða um að konur fengju minna borgað fyrir að spila handbolta
en karlar. Haha! Kannski út af því að þær spila hægari bolta og
er ekki eins grófar og karlarnir, þær spila ekki eins harðan
bolta. Annars finnst mér að það eigi að hætta við allar
peningagreiðslur í íþróttum, þeir gera málið bara flóknara.
Væri ekki fínt að hafa bara eitt kyn fyrst að fólki finnst vera svona
mikið kynjamisrétti?
LPFAN
LPFAN ber ábyrgð á því hvað hann segir. Ef eitthvað sem hann
segir móðgar einhvern þá verður afsökunarbeiðni send innan
tveggja sólarhringa. Álit á þessari grein eiga að vera alit
fólksins á málinu en ekki tilraunir til að fá fólk til að breyta áliti
sínu.
Takk fyrir.