Það eru allir jafnir í augum Guðs.
Þetta er hlutur sem er oft sagður við fólk ef það er að efast um sjálfan sig og er mikið traust í því að fá að vita þetta.
Ef allir eru jafnir í augum guðs, hví voru þá konur látnar vera heimavinnindi fyrr á tímum en karlar útivinnandi, það sýnir ekki mikinn jöfnuð..!
Konur hafa alltaf átt það starf að sinna heimilisverkunum og sinna börnunum og passa hitt og passa þetta en karlar þurfa einungis að vinna einhversstaðar og afla fjár fyrir heimilið. Geta konur ekki unnið jafn vel?
Afhverju hafa konur ekki jafn mikil réttindi og karlar fyrst allir eru jafnir í augum guðs og ég trúi því að hann sé skapari okkar, höfum við konurnar þá ekki sömu réttindi og karlar?
Karlar fengu menntun í gamla daga en konurnar gættu heimilisins, eiginmannsins og eignuðust börn, í raun mætti líkja þeim við iðnaðarvélar, en körlunum við keisara þar sem konur nánast þjónuðu þeim.
Um misrétti má nefna hin ýmsu dæmi, t.d. Jón Sigurðsson, hann var giftur Inibjörgu Einarsdóttir, en samt var hún í raun bara vinnukona hans, hún passaði heimilið og sá til þess að það væri fólk að vinna þar við eldhússtörf og fleira, hún bætti fötin hans það vel að þau litu út fyrir að vera glæný og hún þoldi það að áður en þau voru gift og á meðan á trúlofunni stóð, þá bjó hann erlendis í mörg ár en hún var bara á ílsnadi að gæta bússins.
Svo er málið með að konur “geti” ekki gert hitt og þetta. Konur eru alveg jafn sterkar og karlmenn, kannski ekki alltaf líkamlega þar sem karlar hafa meiri vöðvamassa en konur eru alveg jafn andlega sterkar og karlmennirnir, ef ekki sterkari.
Til er svolítið sem kallast tvenndarleikur í Badminton, þá eru stelpa og strákur að keppa á móti stelpu og strák, í þessum leik eru kynjamisrétti, strákurinn á alltaf að standa fyrir aftan og taka löngu boltana en stelpan fyrir framan og taka þá stuttu, það er kynjamisrétti því í raun er verið að halda því fram að stelpur geti ekki slegig jafn fast og strákar og ekki tekið jafn háa bolta, það er ekki satt, stelpur eru ekkert verri “aftari” menn í badminton.