Jamm, það með að karlar megi ekki gráta og ekki sýna tilfinningar, er það ekki eitthvað sem vekur mann til umhugsunar, að maður fer að velta fyrir sér þessarri gömlu spurningu: Hafa karlmenn tilfinningar?
Svarið er einfalt, auðvitað hafa karlmenn tilfinningar eins og allir menn, það er enginn tilfinningalaus, ekki einu sinni karlmenn.
Tilfinningar er einn af þeim hlutum sem erfitt er að stjórna sjálfur, þú getur ekki stjórnað tilfinningum þínum, það er bara mjög erfitt og eiginlega ekki hægt.
Tilfinningar koma frá hjartanu en í raun líka frá heilanum, þegar þið saknið einhvers, getið þið ekki bara hugsað tkkur um að þið verðið að hætta því. Þetta eru tilfinningar sem ekki hægt er að stjórna, eins með gráturinn ef eitthvað tilfiningalegt ójafnvægi kemst upp, þarf maður oft að gráta.
Karlmenn þykjast oft vera harðir og láta stundum líta út fyrir að þeir séu alveg tilfinningalausir, en hver veit nema þeir gráti heima hjá sér á kvöldin, vegna þess að mjólkin er búin eða afþví að Hanna frænka var að deyja, það veit enginn, nema maðurinn sjálfur.
Konur gráta reyndar mun oftar en karlmenn þar sem þær hafa einhvernveginn næmara tilfinningaskyn og því eiga þær ekki jafn auðvelt með að sleppa því að gráta eins og karlmennirnir.
Hafa karlmenn tilfinningar?