Jæja, hér fyrr mátti sjá grein um hvort það mætti gráta. Hr. hjalp
setti sinn svip á greinina (tek bara svona til orða :P :D *hóst
hóst*) en skiptar skoðanir voru á milli hans og annarra. Þetta
passaði eiginlega ekki sem svar við greininni svo ég ákvað að
skrifa sjálfur grein / kork.
Eins og ég skrifaði í svari mínu þá er ekki hægt að gráta ef
maður þekkir bara aðra tilfinninguna (“Ef maður þekkir ekki gleði
þá getur maður ekki grátið. Ef maður þekkir ekki sorg þá getur
maður ekki HELDUR grátið!”) . Gleðin færir manni sorgina og
sorgin færir manni gleðina.
Sem persóna og manneskja verður maður að þekkja
greinarmun þess hvenær megi gráta og hvenær ekki.
EINFALT!! Það má alltaf gráta. Þótt það sé í ákveðnum tilvikum
vandræðalegt eða bara hreinlega asnalegt þá má það alltaf.
Maður grætur vegna þess að maður verður leiður, vonsvikinn eða
fúll. Það getur komið fram í ýmsum tilfellum, t.d. manneskja
deyr, maður fær bara 2 á prófinu sem maður las svo vel og
vandlega fyrir, maður fær harðan snjóbolta í hausinn og jafnvel
bara út a nánast engu!
“Grátið hvenær sem er, hvar sem er, og fyrir framan hvern sem
er” er kannski ekki boðskapur þessa/rar korks/greinar heldur
er boðskapurinn sá að það má gráta, en ef maður vill, þá má
maður halda grátinum aftur með því að horfa upp, drekka vatn
og hugsa um eitthvað skemmtilegt!
GRÁTIÐ AÐ VILD!