Tölvutilvera
Eru tölvur hlutur af tilverunni?
Ef engar tölvur væru til, væri þá ekki tilveran allt öðruvísi, væri hún ekki skrítin eða tómleg?
Tæknin hefur þróast í gegnum mörg ár og hafa tölvur orðið hluti af þeirri þróun og að litlu leit hluti af þróun mannkynssögunnar. Tölvur eru hlutur sem lang flestir eiga og því ákvaðinn hlutur af tækninni og tilverunni. Í tölvum er hægt að gera hina ýmsu hluti nú til dags, t.d. forrita, teikna, spila, tala við annað fólk og jafnvel horfa á annað fólk í gegnum netcamera og annað slíkt. Ef við hefðum ekki þessa tækni, þá væri tilveran ekki sú sama, því ég sæti ekki hérna núna og væri að skrifa þessa grein, heldur væri ég að gera eitthvað annað, t.d. lesa einhverja bók um ókomna tækni….
Tölvur hafa hjálpað mörgum í gegnum tíðina við hin ýmsu vandamál, það er hægt að tala við lækni ígegnum tölvur og annað fólk ef manni finnst maður þurfa á hjálp að halda en er of feiminn til að biðja um hjálp í hinu raunverulega lífi. Tilveran væri ekki sú sama án tölvna, hún væri einfaldari og ekki eins þróuð, því tölvur eru tækni og tækni er þróun.
Afhverju að sleppa því að nota tölvuna sína? Styrkir það sjálfstraustið? Svarið við því er einfalt, nei það styrkir ekki sjálfstraustið að lesa í stað þess að vera að vafra um netið eða jafnvel bara vera í tetris.
Netið hefur þessa frábæru eiginleika sem við köllum samskipti, þú getur haft samband við annað fólk í gegnum netið, en auðvitað væri betra að fara bara og heimsækja það og hafa aðeins líf í þessarri tilveru okkar. Ef allir á jörðinni ættu tölvu, sætu þá ekki bara allir inni alla daga og væru í tölvunni? Væru einhverjir sem gengu um göturnar eða einhverjir sem ynnu í búðunum og á hinum ýmsu vinnustöðum? Eru tölvur að eyðileggja tilveruna?