Eina ástæðan að ég ætla að skrifa um þetta er útaf því að fólk miskilur rosalega þennan sjúkdóm. Það er þannig að þeir sem hrjáðir ofvirkini eru ekkert öðrvísi þetta er einsog hvert annað geðrænt vandamál eins og þunglyndi eða einhverfni.
Hvað sem að því líður vil ég deila með ykkur kosti og galla þessa vandamáls, og ætla ég að koma því fram í skriflegu formi (eins og gefur auga leið). Oft hef ég séð mikla áreitni gagnvart ofvirkum einstaklingum, ekki er ég bara að reyna segja að áreitni yfir heildina hvíli á ofvirkum bara að hún er meiri en er hjá venjulegum einstaklingi. Oft á tíðum hef ég og aðrir sem ég þekki verið kallaður/ir s.s pilluæta,dóphaus (vegna rídalínsins)o.fl. ósiðlegum nöfnum sem ég nenni ekki að fara að telja upp.
Oft á tíðum eiga líka ofvirkir erfitt að eignast vini vegna ofsa í skapi og líka eru þeir mjög æstir að eðlisfari og oná allt mjög málglaðir(ég ætti að kannast við það hehe:P ). Það sem við verðum að gera er frekar að hjálpa ofvirkum fremur en að bara gagnrýna þá. Oft er ofvirkni misskyld, oft er það þannig að krakki þarf ekki annað að vera mjög´æstur og óþægur þá er hann settur á rídalín (þekkt lyf við ofvirkni). Af sjálfsögðu er þetta rangt með farið að dæma annan hvern óþægan krakka ofvirkan.
Ekki er ég að biðja ykkur um að breyta áliti ykkar á ofvirkum við lestur þessarar greinar. Heldur er ég frekar að opna hinu réttu hlið ofvirknis. Ég hefði getað skrifað meira og farið nánar útí þetta en vegna tímaskorts gat ég það ekki. Endilega vekið þið umræður um þetta hérna í greinasvörunum
takk fyrir mig
og góðar stundir
kv. kork
Hlutir….