Sælt verði fólkið!
Ég er komin á eitthvað skrið núna og þörfin fyrir að tjá mig er gjörsamlega að ganga frá mér :o)nei segi bara svona.
Mig langar til að segja þér að lifa lífinu eins og þú vilt og ekki að hika við að taka tækifærunum sem blasa við fyrir framan þig, ef þú færð tækifæri til að fara til útlanda sem Au-pair, vinna eða jafnvel bara til að leika þér gríptu það.
Það jafnast enginn reynsla á við það að hafa staðið á eigin fótum í ókunnugu landi eða jafnvel ókunnugum bæ, og tala ég af reynslu.
Ég fór í fyrsta skipti ein til útlanda þegar að ég var 17 og fór ég sem Au-pair til Svíþjóðar ég var þar í 9 mánuði og var þetta svo mikið ævintýri að ég kom heim í 2 mánuði og fór síðan aftur sem Au-pair nema í þetta skiptið fór ég til Noregs og var í 8 mánuði. Síðan lét ég vegabréfið mitt rykfalla og safnaði skuldum í nokkur ár (mæli ekki með kreditkortum og lánum) :o) en í sumar dreif ég mig aftur af stað og fór að vinna á skemmtiferðaskipi sem var hreinlega algjör snilld.
Og nú er útþráin svo mikil að ég býst við að ég fari af stað inní nýtt ævinýri á þessu ári hver veit hvað mér dettur í hug.
En markmið mitt með þessari grein er það að ef þig langar að gera eitthvað EKKI HUGSA UM ÞAÐ, FRAMKVÆMDU ÞAÐ!
Við höfum öll gott af breytingum og prófa eitthvað nýtt.
Gangi þér vel
kær kveðja
Amelianna.