Sælir hugaðir og gleðilegt nýtt ár!

Ég las svör við grein (á tísku) eftir mmus, vinkonu mína sem var póstuð hér nýlega og tók eftir heilmiklum misskilningi! Ég vissi að vísu af honum en langaði loks að koma þessu á framfæri.
Orðið femínist er alveg SVAKALEGA misskilið! Fólk virðist nú halda að þetta orð nái aðeins yfir ófríðar trukkalessur sem hata allt með typpi og það er alrangt! Upprunalega var (er) þetta orð yfir þá sem vildu að karlmenn og konur væru jafnari innan þjóðfélagsins. Það eru ekki aðeins konur sem geta verið femínistar heldur líka allir karlmenn sem vilja koma á jafnrétti. Öllum þeim sem finnst konur og karlar eiga jafn mikinn rétt á starfi, sé menntun þeirra og reynsla sú sama eru í rauninni femínistar.

Mörg félög hafa verið stofnuð til að passa að ekki sé traðkað á þessum réttindum kvenna sem nú hafa verið fléttuð inn í lögin og þeir sem standa með eða á bakvið þessar stofnanir eru FEMÍNISTAR. Þú mátt ekki ráða karl í vinnu frekar en konu, séu þau með sömu menntun osvfr. Persónulega réði ég karl frekar til að vera bifvélavirkinn minn og konu til að sjá um börnin mín á leikskólanum en það er auðvitað ekki mitt.. Ennþá.
Einu sinni voru AÐEINS karlmenn sem fengu að kenna og vera læknar td. Konur fengu ekki kosningarrétt fyrr en um miðja 20. öld og að sjálfsögðu gramdist fólki þetta og vildi breyta því, mér finnst líka alveg fáránlegt að konur hafi engu fengið ráðið hver rak landið sem þær bjuggu í en nú finnst mér þetta eiginlega hafa gengið of langt!
Þegar valið stendur milli tveggja þeirra fyrrnefndu í stöðu sem ég er að ráða í og ég fyrir einhverja tilviljun ræð karlinn er ég kærð og þarf að borga hundruðir þúsunda í skaðabætur! Hversu fáránlegt er það? Hvað ef ég kastaði bara upp á það? Það eru til þessar konur sem hafa kannski lent illa úr sambandsslitum við karlmenn og hafa stimplað þá aumingja fyrir lífstíð. Gefa þeim aldrei tækifæri og verða alveg brjálaðar þegar menn opna fyrir þær hurðir og segjast alveg hafa getað gert þetta sjálfar. Manngreyið vildi kannski ekkert nema vera herramaður og EF hann hefði verið að þessu til að komast upp á hana er það hans mál, hún getur þó brosað, þakkað fyrir sig og gengið í burtu!
Þessar konur sem væla núna yfir því að karlmenn séu svín og hætta að raka sig undir höndunum vegna þess að “Ég er ekkert verri en þessi þó ég sé feitari! Sá sem elskar mig, elskar mig fyrir mig, en ekki hvernig ég lít út!” En þurfa þær virkilega að fara svo að hata þær sem líta betur út en þær? Kvarta yfir því að karlmenn vilji sig ekki en samt hámað í sig Snickers. Ef valið stæði milli jafnskemmtilegra kvenna, annarrar grannar með hreint hár og rakaða fótleggi en hinnar 200 kíló veldi ég tvímælalaust þá fyrri, væri ég kk þaes. Þessar konur, trukkalessur og rauðsokkur sem halda því fram að konur séu sterkara kynið eru samt ekki femínistar, heldur kvenrembur!

Þó ég sé sammála því að Christina Aguilera sé HOT, finnst mér ekki að þetta myndband hennar Dirty ætti að vera sýnt 10 ára stelpum sem líta upp til hennar! Einhvers staðar verður að draga mörkin, sko! Klæðnaður ungra stúlkna verður æ djarfari og það ætti ekki að stuðla að því, sýna bara þetta myndband eftir 22.00 eða eitthvað.

Thanx 4 hearing me out!

*MN*
*MN*