ég verð að fá að tjá mig aðeins hér því ég er alveg óendanlega reið.
Málið er það að kærastinn minn átti bíl, Hondu prelude. Í febrúar síðastliðinn bilaði sjálfskiptingin í honum svo hann sneri sér til sjálfskiptiþjónustu sem heitir EH Sjálfskiptingar.
Þar var honum sagt að viðgerðin tæki rúmar 3 vikur og kostnaðurinn væri rúmar 150 þúsund kr. Hann sættir sig við það að biður þá bara að gera við bílinn sinn.
Eftir þessar þrjár vikur hringdi hann í verkstæðið og spurði hvernig gengi. Þeir sögðust þurfa lengri tíma og hann sættir sig við það. Nokkru seinna hringja þeir í hann og segja að það þurfi að panta fleiri varahluti svo viðgerðin var komin uppí 200 þús. Hann gefur þeim leyfi til þess.
Eftir tvo mánuði er hann orðinn soldið pirraður og er farið að langa að fá bílinn sinn aftur. Þeir segja við hann í hverri viku “hann verður til eftir helgi”
Eftir 8 MÁNUÐI er bíllinn svo loks tilbúinn, við búin að vera bíllaus allan þennan tíma, og þeir voru auðvitað búnir að segja að þetta tæki bara 3 vikur. En þetta er ekki allt, þegar þeir áttu að fara að rukka okkur var viðgerðin komin uppí 400 ÞÚSUND! OG ÞEIR NEITUÐU AÐ LÁTA OKKUR FÁ NÓTU FYRIR AÐKEYPTRI ÞJÓNUSTU!
Við töluðum við lögfræðing og allt en ekkert gekk, svo við þurftum að selja bílinn fyrir 420 þúsund sem rétt dugði fyrir sjálfri viðgerðinni!!! Og kærastanum mínum þótti virkilega vænt um þennan bíl!
Ég mæli bara með því að þið haldið ykkur frá þessu verkstæði