Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er sú að í dag heimsóttu mig og bekkjafélaga mína menn í hvítu sloppunum,
Eða læknanemar eins og þeir eru kallaðir í daglegu tali, þeir voru þarna til að kynfræða okkur 16 ára unglingana og tókst það með ágætum.
En þegar talið barst að hinni svokölluðu “daginn eftir pillu” sem í raun er mótsögn í sjálfu sér nema dagurinn sé 72 tímar, en það ku vera sá tími sem hún virkar eftir getnað var ég ósammála þessum læknanemum í nokkrum atriðum.

Ég tel, persónulega að þessi pilla sé ekkert örðvísi en fóstureyðing, bara í aðeins þægilegra formi, það hefur verið sannað að eftir samfarir byrjar líf að kvikna innan 3 tíma og sé þessi pilla notuð er það líf slökkt eins og ég sé það og er þannig ekkert annað en fóstureyðing.

“-En þetta er ekki fóstur, bara einhverjar 3-4 frumur í kássu” hrópaði einhver-
Ég tel hinsvegar að svo sé, þar sem í rauninni er verið að stoppa ferli sem annars hefði orðið að fóstri og seinna fullþroska manneskju lít ég ekki á þetta örðvísi en fóstureyðingu.
“-Viltu þá ekki bara kalla smokka fóstureyðingar líka” Sagði annar,
ónei, þar sem líf hefur ekki náð að kvikna þar er í raun ekki verið að eyða neinu og þarmeð er það ekki fóstur-eyðing eins og ég sé það.

Það sem ég er að reyna draga fram hér í ykkur er hvað finnst ykkur vera fóstureyðing? Hvenær er það hætt að vera “í lagi” og komið útí það að dreyða tilvonandi barn?



Ég vil að lokum taka það fram að ég er meðfylgjandi fóstureyðingum, þessi grein er aðeins ætluð til að kanna hvar dregur fólk mörkin í þessu máli og þá hvar? 1 vikna? 2 vikna? osf.


Verið endilega sammála eða ósammála mér.