Ok, gærdagurinn og gærkvöldið byrjaði bara eins og hver annar dagur hjá mér; ég vaknaði og allt þetta vanalega. Fór í tölvuna kl: 15:00 og var í dágóðan tíma þ.e.a.s til klukkan 21:30 (Með nokkrum millibilum) fór þá út og kíkti á leiguna, sem er ekkert óvenjulegt en ég hitti vin minn (köllum hann H) þar sem ég bað síðan að koma með mér aðeins til annars vinar míns sem á heima soldið í burtu (köllum hann K) og við fórum til hanns og vorum hjá honum til kl: 22:15 (eða hér um bil). Þá ákvað K að fara út á leigu og leigja sér DVD, ég og H sníktum þá far hjá honum út á leigu og útá leigunni voru aðrir vinir okkar (J og Þ)og þegar allir voru búnir að kaupa það sem þeir ætluðu að kaupa fórum við allir á rúntinn (þá hefur klukkan verið svona 22:45). Við fórum nokkra hringi í kringum bæinn og vorum að bjóða öllum góða nótt með tónlistina í botni. Síðan ákveður K að fara aðeins meira á rúntinn og fer útúr bænum, ég hélt bara að hann væri að snúa við útá Kirkjufellsandi eða í Höfðanum en við komumst ekki lengra en rétt framhjá skiltunum, sem segja hvort að maður sé að far inn í bæ eða út úr bæ, þá missir K stjórn á bílnum og við stingumst einhvern veginn með framhlutann á jörðina og köstumst einhvern veginn af veginum í nokkrar veltur og lendum á hægri hliðinni á bílnum, allir drífa sig að svo stöddu útúr bílnum og rétta hann við. Þegar við litum á bílinn sást að hann var eiginlega beint á móti áttinni sem við vorum að koma úr.
En það góða við þessa sögu er að allir komust ómeiddir útút þessu og það eru bara minniháttar meiðs S.S. rispur, meiðsl í hálsi og baki. Lögreglumennirnir sem komu segja að það sé kraftaverk að við höfðum allir komist lifandi úr þessu því bíllinn er í hakki eftir þetta.
Ég setti þessa grein hingað á Tilveruna því mér fannst það sniðugast þar sem þetta gerðist í raunveruleikannum (tilveru minni).