Góðan daginn,

Eins og vonandi flestir hafa tekið eftir erum við stjórnendurnir búnir að halda uppi spurningarkeppni síðustu tíu vikurnar. Því miður hafa síðustu vikur verið frekar fátæklegar, aðeins 2-3 notendur hafa svarað spurningunum síðustu vikur og enginn svaraði þessa vikuna, og þjónar það því engum tilgangi að halda áfram ef enginn tekur þátt. Svona spurningarkeppni tekur auðvitað þónokkurn tíma af okkur stjórnendunum og höfum við fengið nóg. Sigurvegari þessarar keppnar er notandinn <b>seizure</b>, en fékk hann 79 spurningar af 100 réttar, og á hann hrós skilið fyrir það.

Lokastaðan var svona :

1. seizure - 79 stig
2. gloko - 47 stig
3. verwex - 36 stig

Við ætlum ekki að fara af stað með aðra spurningarkeppni vegna lélegrar þátttöku, en ef þú getur ekki séð þér fært að lifa án spurningarkeppni áhugamálsins þá gerðu þráð undir flokknum “Allt um teiknimyndir” og við skoðum málið, en það fer auðvitað eftir hve margir taka undir.

Kveðja,
Hrannar Már - Fyrir hönd stjórnenda.