Lýsing:
Kyle finnst leiðinlegt að Cartman er með betri skólatösku en hann og er afbrýðsamur vegna þess að hann fær alla athyglina. Síðan kemur nýr nemandi í skólann og hann girnist skólatöskuna hans Cartmans, stelur honum og segir síðan eftir eftirför að hluturinn eigi eftir að eyða mannkyninu. Cartman neitar að afhenda skólatöskuna en kemst síðan síðar í þættinum að því að hann gerði mistök. Leikskólakrakkarnir halda langar og flóknar kosningar.
Persónur í þessum þætti:
Stanley Marsh, Kenny McCormick, Ike Brofslovski, Kyle Brofslovski, Eric Theodore Cartman, Ms Crabtree, Tweek Tweek, Craig, Tokin, Terrence Mephesto, Clyde, “Bill Cosby”, Bebe, krakkar í leikskóla, Filmore Anderson, Sally Bens, Flora, Jenny, Mr Garrison, Mr Hat, Pip, Timmy, Butters, Wendy Testaburger, Officer Barbrady, Mrs Harris, Mrs Cartman, Rosie O'Donnel, Mark, Jessy Jackson.
Hvernig Kenny deyr:
Hann ætlar að brjóta upp hurðina hjá Cartman en hurðin kremur hann við vegginn.
Athugasemdir varðandi þennan þátt:
Allur þátturinn á ekki að standast. Samkvæmt rökvísinni þá áttu þessir hlutir ekki að gerast eða Bill Cosby hefði ekki komið og Trapper Keeper væri með stjórnina. Maður getur ekki leiðrétt neitt í fortíðinni því að þá er maður búinn að breyta framtíðinni þannig að maður hefur ekki ástæðu til þess að leysa vandann og fer því ekki og þegar það gerist, þá leysti maður ekki vandann í fortíðinni og svona heldur þetta hring eftir hring. Það er því ómögulegt að breyta fortíðinni nema einhver annar, algerlega óháður (ég meina algerlega) og veit ekki neitt um ástandið, komi í sama tímabil af tilviljun og lagi hlutinn fyrir mann (af tilviljun).
Dulin atriði:
Maður getur séð að Tweek og Craig eru í fremsta sæti í skólastrætóinum en síðan þegar Bill Cosby talar við strákana, getur maður séð tvö sæti fyrir framan þá.
Uppáhaldsatriðið mitt:
Þegar Kyle fer í kassalagaða herbergið og Cartman talar við hann.