Lýsing:
Þegar geimverur koma til South Parks, eldviðrekstur og limlestingar á kúm eru bara hluti af því sem gerist þar.
Persónur í þessum þætti:
Eric Theodore Cartman, Kyle Brofslovski, Stanley Marsh, Kenny McCormick, Ike Moisha Brofslovski, some aliens, Chef, Ms Crabtree, Ms Crabtree, The farmer, Butters, Clyde, Tokin, Mr. Garrison, Mr Hat, Pip, Wendy Testaburger, cows, Mrs Cartman, Cartman's kitty.
Athugasemdir varðandi þáttinn:
Þetta er fyrsti þátturinn sem birtist í sjónvarpi og þeir gerðu hann alveg sjálfir og finnast ummerki á nokkrum stöðum.
Þeir þurftu að klippa aðeins af upprunalega þættinum til að koma auglýsingum fyrir.
Hvernig Kenny deyr:
Geimskip skýtur á hann, hann lendir á veginum, kýr traðka á honum og hann deyr þegar lögreglubíll klessir á hann.
Dulin atriði:
Í fyrsta atriðinu í kennslustofunni vinstra megin við Cartman áður en hann rekur við, er stelpa, en þegar hann rekur við þá er stúlkan ekki þar, en þar er Pip.
Þegar Cartman rekur við, þá er hægt að sjá Stan, Kyle og Kenny og þá segir Stan, “Damn, Cartman”, en áður, í staðinn fyrir Kyle, er skítugi strákurinn, eftir viðreksturinn skiptir Kyle um sæti við einhvern strák.
Wendy er bætt við bekkinn eftir viðrekstur Cartmans á Pip og skítuga stráknum er bætt við aftur.
Setningin “To patronize and annoy” er rituð á bíl Barbradys.
Uppáhaldsatriðið mitt:
Bombo á eftir að drepa mig fyrir að segja þetta atriði en það verður að hafa það.
Þegar Cartman er að byrja að reka við eldi og Mr Garrison segir “Do you need to sit in the corner until your flaming gas is under control?”. Cartman svarar síðan “No, Mr Garrison, I'm fine.” og rekur síðan við á Pip og hann hleypur um.