Bart's Girlfriend - HrannarM
Handrit: Jonathan Collier
Leikstjórn: Susie Dietter
Taflan: I will not send lard through the mail.
Sófinn: Augun koma inn, en svo kvikna ljósin og þá koma allir líkamarnir hlaupandi á eftir og setjast þau loks.
Um: Jessica prestsdóttir kemur til Springfield eftir langa fjarveru. Hún var í einkaskóla en “kláraði” hann víst. Einn daginn í kirkjunni byrjar hún að lesa uppúr bók guðs og þá verður Bart ástfanginn. Bart reynir að tala við hana en hún hlustar varla á hann og kallar hann Art. Bart, sem áður var rekinn úr sunnudagsskólanum, gengur aftur í hann til að reyna að ganga í augun á Jessicu, það hinsvegar gengur vel. Jessica býður Bart í mat heim til sín en það gengur illa og er Bart hent út. Jessica kemur samt út og skemmta þau sér við að henda klósettpappír á styttur, borða ís fyrir utan leikfimisal o.fl. Einn daginn rænir Jessica öllum peningunum úr safnskál kirkjunar en Bart er kennt um það. Bart er refsað fyrir það en svo kemur í ljós að það var Jessica sem gerði það, reyndar vissi Bart það og Lísa, en hann vildi ekki segja til hennar. Jessica var rekin úr þessum einkaskóla, hún kláraði hann ekki eins og faðir hennar sagði fólkinu.
Gestaleikarar: Meryl Streep sem Jessica
Tókuði eftir:
● Bart er með gluggatjöld í trjáhúsinu sínu.
● Bókasafnsdrengurinn er með banana á hjólinu sínu.
● Lovejoy prestur hendir Bart út á eyranu.
Kv,
HrannarM