Bart Gets an Elephant
<p>Handrit: John Swartzwelder<br>
Leikstjórn: Jim Reardon<br>
</p>
<p>Taflan : Organ transplants are best left to the professionals<br>
Sófinn: Augun á þeim koma inn, svo kviknar ljósið
og líkamarnir koma líka. Þá setjast þau og
kveikja á sjónvarpinu.<br>
<br>
Gestaleikarar: Engir<br>
<br>
Um: Þátturinn byrjar þegar Allir nema Marge sitja við
matarborðið og bókstaflega háma matinn í sig. Bart
segir Hómer að hann og Milhouse séu að fara að skoða
dauðann Marsbúa sem á að liggja á Springfield hæð.
Hómer er að fara í bjórkeppni og Lísa á
bókasafn. Allir eru spenntir að fara hvert sem þau eru að
fara, en þegar þau ætla út þá stoppar
Marge þau og segir þeim að það sé þrifnaðardagur.
Hómer sér hana standandi í dyrunum og segir Bart að
ýta henni niður. Bart hleypur í þeirri von að komast
út, en allt er læst. Hómer segir "pant fá geymsluna!"
og Bart og Lísa segja "allt í lagi" og labba burt og
hann segir "Dóhh.." Algjör snilld. Þegar Bart er
að þrífa hlustar hann á útvarpið þar
sem útvarpsmennirnir eru að hringja í fólk og ef það
svarar "útvarp gemmér einhvað sniðugt" þá
má það velja milli 10.000$ eða fá alvöru fíl.
Síminn hringir og Bart segir "útvarp gemmér einhvað
sniðugt" en þá er þetta bara Abe og Bart
segir honum að fara af línunni. Síminn hringir aftur og Hómer
svarar og bullar bara einhvað, en Bart rífur af honum símann
og segir "útvarp gemmér einhvað sniðugt". Bart
fær vinninginn og fer með Hómer uppá útvarpsstöð
þar sem mennirnir segja honum að þeir hafi ekkert verið
með fíl, það var bara djók, en hann gæti alveg
fengið peninginn. Bart tekur það ekki í mál og vill
fá fílinn. En þeim er hent út. Bart fær loks
fíl og kallar hann Stampy. Bart og Stampy verða góðir
vinir en Hómer hefur ekki efni á Stampy, þannig hann býr
til sýningu eða svona míní-sirkús þar
sem krakkar koma og fá að sitja á Stampy. Hann sér
loks að það borgar sig ekki, hann reynir að hækka verðið
á Stampy en þá fara allir. Hann ákveður að
selja Stampy og fær kaupanda, en sá kaupandi er maður sem mun
drepa Stampy og búa til hluti úr honum. Sömu nótt
sleppir Bart honum. Bart og fjölskyldan finna hann svo aftur og ákveða
að gefa hann til dýragarðs þar sem hann fær gott
líf. <br>
<br>
Tókuði eftir: Rauða ljósinu í húsinu….<br>
<br>
Kv, <br>
Hrannar Emm :)</p