
Leikstjórn: Isaac Newsteen.
Taflan: Engin tafla.
Sófinn: Þau koma inn sem strengjabrúður.
Gestaraddir: Enginn
Um: Þátturinn byrjar á smokkfiskaballinu þar sem allir dansa og skemmta sér fyrir utan Flanders sem á engann félaga á ballinu. Hann fer í búðina sína og þangað inn kemur gullfalleg kona. Hann talar aðeins við hana og hún býður honum út. Daginn eftir fara þau út og það kemur í ljós að konan er kvikmyndastjarna. Þau fara að dúlla sér saman og fréttafólk fer að brjótast inn til Flanders og hlera símann hans. Það kemur í ljós að konan vill bara kynlíf og svo sundrast samband þeirra.
Tókuði eftir: Apu ætlaði að láta hana ætleiða tvö barna sinna….
Kv,
Hrannar M.