Ég ætla að skrifa um einn af Míní þáttunum í 4. Hryllingsþættinum Treehouse of Horror.
Handrit: Scary John Swartzwelder, Steve Tombkins and Cohen
Leikstjórn: Bedlam Bob Anderson
Taflan: Engin tafla, bara Krusty hlægjandi.
Sófinn: Fjölskyldan dettur niður hengd. Þau eru með opin augun og öll dáin nema Maggie sem sýgur snuðið.
Gestaraddir: Paul Anka sem hann sjálfur og Marcia Wallace sem Mrs. Krabappel
Um: Patty & Selma eru að koma í mat og allir eru að fela sig fyrir þeim. Bart og Lísa fela sig í fatahenginu. Snowball 2 og Santa´s Little Helper undir teppinu en Hómer veit ekki um neinn stað. Hann tekur til þess bragðs að færa eina hillu og kemst að því að þar bakvið er einhvað mjög skrítið. Hann fer að skoða það meira og bjallan hringir og hann segir “Ég tek mína sjénsa” og þar dettur hann inn í þrívíddann heim. Patty og Selma koma inn og finna Bart og Lísu strax og eiga þau að hjálpa þeim við að taka krabba úr skeljum. Hómer kallar svo á Marge og segir henni að hann viti ekki hvar hann sé. Hún segir honum að gá hvort hann sjá einhver handklæði og hann segir “nei”. Hann segist aldrei hafa verið þarna áður og Patty segir “A, sturtan”. Kallað er á prestinn og alla en allt kemur fyrir ekki. Hómer dettur loks inní okkar veröld. Það er snilld.
Tókstu Eftir:…Maggie reyndi að ná skeljapokanum?
Hrannar M.