The Mansion Family
Handrit: John Swartzwelder
Leikstjóri: Michael Polcino
Taflan: Class clown is not a paid position.
Sófinn: Þau eru búinn að skipta um hlutverk. Bart og Lisa hlaupa í sófann, en nú sem foreldrarnir. Homer er jafn smávaxinn og barn, hann kemur inn, sest í sófann, tekur fjarstýringuna en Lisa slær á hendi hans og tekur af honum fjarstýringuna.
Þátturinn hefst á The Spingfield Pride Awards. Britney Spears er kynnir ásamt Kent Brockman, þótt honum sé ekkert svakaleg vel fagnað, en annað má segja um gelgjustjörnuna Britney. Komið er að því að veita verðlaun fyrir elsta borgara Springfield. Hinn réttmæti verðlaunahafi, deyr á sviðinu og því fær Mr. Burns verðlaunin. Við lok verðlaunahátíðarinnar, hafa flestallir borgarbúar fengið verðlaun, nema Homer. Því tekur hann uppá að ræna hluta af sviðsmyndinni, sem er alveg eins og verðlaunastytta bara í mun stærri hlutföllum.
Eftir að hafa hlotið verðlaunin elsti borgarbúi Springfield, fer Mr.Burns að huga að heilsu sinni, þar sem hann hefur ekki farið til læknis í all langan tíma. Smithers ákveður að fara með hann á eina fínustu læknastofu landsins, The Mayo Clinic. Fær Mr.Burns þá Simpsons fjölskylduna til að passa hús sitt á meðan hann er í burtu. Homer tekur því tilboði góðfúslega, en misskilur þó stöðu sína heldur mikið. Hann álítur sig milljónamæring, eins og að allar eigur Mr.Burns séu hans. Hann fer á bar Moe's, með það að takmarki að fá sér bjór. Klukkan er þó ekki orðin tvö og því neitar Moe að selja honum öl. Fer Homer þá á snekkju Mr.Burns út fyrir lögsögu BNA, þar sem engin lög gilda. Þar heldur hann teiti fyrir vini og vandamenn. Gleðin entist þó stutt þar sem snekkjunni var rænt af nútíma-sjóræningjum. Öllum farþegum snekkjunnar var hent í stórt net og út fyrir borð. Flestir sluppu þó í land heilir á húfi.
Á meðan þetta stóð yfir, fékk Burns frekar stórvægileg tíðindi frá læknum Mayo Clinic. Kom í ljós að hann hafði alla sjúkdóma veraldar, en með þá alla komst ákveðið jafnvægi á þá sem orsakaði það að hann væri á lífi í dag. Læknirinn reynir að útskýra fyrir honum að hin minnsta vindhviða gæti orsakað dauða hans, en Mr.Burns hunsar hann, og álítur sig ódauðlegan. Þegar hann kemur heim til sín, sér hann þann skaða sem Simpsons fjölskyldan hefur ollið í húsi sínu. Hann verður þó ekkert reiður fyrr en hann sér særða apann sinn sem að Homer notaði í hnífaslag við annan apa í partýinu um borð í snekkjunni. Simpsons fjölskyldan fer aftur heim í húsið sitt, og verður Homer mjög niðurbrotinn, þegar hann áttar sig á því að hann er ekki milljónamæringur, og mun aldrei verða.
Tókstu eftir…
…að Britney Spears er yngsti gestaleikari til að koma fram í þáttunum? (alla vega fram að þessum þætti)
…að Bart bað einhvern um að borga sér fyrir að vera fyndinn?