Homer Simpson in: Kidney Trouble
Handrit: John Swartzwelder
Leikstjórn: Mike B. Anderson
Sófinn: Simpsonarnir koma inn sem froskar og sófinn er lilja. Þau setjast á liljuna og Hómer skiptir um stöð með tungunni.
Gestaraddir: Tress MacNeille sem Hjúkka, Kona, strákur á ströndinni & Karl Weidergott sem gaurinn í jakkafötunum.
Taflan: I AM NOT A LICENSED / HAIRSTYLIST
Um: Abe, Hómer, Marge, Bart, Lísa og Maggie eru að fara út á land í smá tíma að skoða “The Ghost Town” þar eru fullt af vélmennnum og mellum. Á heimleiðinni þarf Abe að pissa. Hómer segir honum að þau séu að ná góðum tíma og ekki sé hægt að stoppa því að umfjöllun um F. Murray Abraham sé að byrja í sjónvarpinu. Á leiðinni springur einhvað og Hómer heldur að þetta sé hljóðkúturinn í bílnum. Abe líður ílla og fer Hómer með hann til læknis. Læknirinn segir að þetta hafi verið nýrun sem sprungu en ekki hljóðkúturinn og Hómer segir “So, you´re saying I don´t need a new muffler?”
Abe þarf nýra strax því annars deyr hann. Hómer segist vilja gefa honum nýra og læknirinn tekur vel í það. Fjölskyldan fagnar Hómer og gerir allt fyrir hann, svo sem leigir myndir handa honum, eldar fitandi mat og margt fleira. Þegar Hómer segir Lenny, Carl og Moe frá aðgerðinni segja þeir honum frá hættunum, t.d að hann geti ekki drukkið sig blindfullann með bara eitt nýra og hann segir “Þetta segiði bara til að hræða mig!” og hann fer að gera sér grein fyrir hættunum sem eru miklar. Þegar loksins er komið að aðgerðinni hoppar Hómer út um gluggann því hann er svo hræddur og flýr Springfield á skipinu “The Ship Of….Lost Souls” þar sem gamli góði skipperinn er. Hómer kynnist fullt af fólki þar sem lifir á skipinu því það gerði einhvað hræðilegt og Hómer fær allar sögurnar þeirra. En þegar þær fá Hómers þá henda þau honum fyrir borð. Hómer kemur aftur og ætlar að gefa honum nýrað sitt en guggnar aftur á síðustu stundu. Hann hoppar út um sama gluggann en lendir hleypur fyrir trukk sem “Hans The Moldman” keyrir og fullt af bílum ofan á honum. Einn bíll dettur oná Hómer. Þegar Hómer er á sjúkrahúsi vegna bílslysins nota læknarnir tækifærið og taka eitt nýra frá honum og láta í Abe.
Snilldar þáttur að vanda.
Tókuði eftir: ….Þetta er í annað skiptið sem þau gleyma afmæli Abe Simpsons?
…..Maggie er með kúrekahatt í bílnum?….Skipið hét “Hunnybunch” en ekki “The Ship of….Lost Souls” eins og skipperinn segir?
Hrannar M.