The Secret War of Lisa Simpson Handrit: Rich Appel.
Leikstjórn: Mike Anderson.

Sófinn: Stofan er á hvolfi og þau setjast og detta niður á alvöru gólfið.

Taflan: ROMMELWOOD A TRADITION OF HERITAGE.
Gestaraddir: Willem Dafoe sem herhöfðinginn & Marcia Wallace sem Edna Krabappel.

Um: Bart er sendur í herskóla fyrir að öskra yfir Springfield “Testing!!!” og brjóta allar rúður með látunum. Þegar Bart á að fara í skólann segja Hómer og Marge honum að hann sé að fara í Disneyland, en raunin er önnur. Þegar þau fara í herskólann hrífst Lísa að honum en Bart vill fara heim. Lísa er undartekning og allir strákarnir eru á móti henni og vilja hana út. Þeir gera allt til þess að hún hætti. Þeir neyða hana til að gera æfingar t.d armbeygjur og magaæfingar. Strákarnir sjá að Bart er góður hermaður en fyrirlíta Lísu. Lísa vill fara heim og saknar foreldra sinna, henni líður ílla enda er hún löggð í hart einelti. Hún hringir í Abe afa sinn og talar hann í marga klukkutíma við hana um ekki neitt ;)
Bart vill ekki að strákarnir viti að hann tali við hana og skammast sín fyrir hana. Það þurfa allir að standast eina ógn, risastórann turn sem maður þarf að klifra yfir band (Erfitt að útskýra). Þegar kemur að því að allir eigi að klifra standast allir nema Lísa. svo kemur að Lísu og hún fer upp og allir öskra íllu að henni. Hún byrjar að klifra en á í erfileikum og er næstum dottin en svo kemst hún alla leið. Þau útskrifast bæði með sæmd og fara heim. Hershöfðinginn gefur Lísu medalíu, og Marge og Hómer segjast ætla að fara með þau í alvöru í Disneyland, en eru að plata og fara með þau til einhvers tannlæknis. Snilldar þáttur!

Tókuði eftir: …Lísa hefur núna útskrifast úr öðrum bekk þrisvar
….Hershöfðinginn kallar alla “Herra” og þ.a.m Lísu


Hrannar M.