Bart Sells His Soul
Handrit: Greg Daniels
Leikstjóri: Wesley Archer
Taflan: I am not a lean mean spitting machine.
Sófinn: Þau keyra öll um á einhvers konar litlum bílum, stilla sér upp fyrir framan sjónvarpið og flauta.
Gestaleikarar: Engir
Moe ákveður að breyta barnum sínum í fjölskylduveitingastað. Á meðan ákveður Bart að selja Milhouse sálu sína á 5 dali. Bart áttar sig þó ekki á hversu alvarleg þau viðskipti eru fyrr en eftir á. Honum fer að þykjast hlutir leiðinlegir sem hann hafði gaman af áður, og það fyllir mælinn þegar hann kemst ekki inní Kwik-E-Mart þar sem skynjarinn á sjálfvirku hurðinni hleypir honum ekki inn. Hann fer þá að leita að Milhouse til að fá sál sína aftur. Milhouse hefur þá selt sálina til annars manns. Moe er á fullu á nýja fjölskylduvæna veitingarstaðnum sínum, en fær svo leið á því að vera stanslaust brosandi og þurfa að standa undir væntingum viðskiptavina sinna. Bart fer og bíður heila nótt fyrir framan Comic Book Store, en þegar hún loksins opnar er búið að kaupa sál hans. Hann heldur heim á leið dapur í bragði en veit þó ekki að það var Lisa sem keypti sál hans deginum áður. Þegar hann kemur aftur heim til sín, lætur Lisa hann fá sálina og allt endar vel. Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri.
Tókstu eftir…
…að Snowball II hóstar lifandi pöddu?
…að Bart er í grænum stuttbuxum í einum draum sínum, í stað þeirra bláu sem hann er alltaf í?
…að Patty og Selma yfir gefa Moe's í endann?