Simpsons Roasting on an Open Fire
Leikstjóri: David Silverman
Handrit: Mimi Pond
Gestaleikarar: Engin
Um:
Jólin eru komin en Simpson fjölskyldan er frekar blönk en Marge er búin að spara fyrir jólunum. Bart fær sér tattoo sem er hjarta með orðinu ‘mother’ inní því hann hélt að þetta yrði fullkomin gjöf handa mömmu sinni. En þegar Marge sér þetta fer hún beint með hann í leysiaðgerð til að taka það af og kostar það allt spariféð. Á meðan á þessu stendur er Burns með yfirlýsingu í hátalarakerfiu í orkuverinu að það verði engin jólabónus. Homer verður smá áhyggjufullur en hann veit að spariféð ætti að vera nóg. Þegar hann kemur heim sér hann að þau hafi þurft að eyða öllu sparifénu í aðgerð, en Homer segir ekki frá jólabónusinum. Homer fer á námskeið í að vera jólaveinn og vinnur hann við það að láta taka myndir af sér með börnum um jólin. Bart tekur veðmáli frá Milhouse að hann þori ekki að rífa í skeggið á einum jólasveininum en hann gerir það svo og sér að þetta er Homer. Eftir þetta fara þeir á hundaveðhlaup og tapa þar 13 dollurunum sem hann hafi grættá því að vera jólasveinn. Þeir fara útá plan (Homer og Bart) að leita af vinningsmiðum. Svo er hundinum sem þeir veðjuðu á hent útaf svæðinu og hleypur hann beint á fangið á Homer. Bart og Homer fara heima með hundinn og var það besta jólagjöfin sem fjölskyldan gat fengið.
Tókstu eftir:
… að ‘O’ í ‘MOE’ var jólakrans
… að allir starfsmenn kjarnorkuversins voru að borða kleinuhringi, líka þeir sem voru í geislavarnabúning
Hvenær datt Maggie:
* Meðan Bart og Lisa eru að skrifa kort til jólasveinsins. (tvisvar)
* Og aftur stutt eftir þetta.
* Þegar Homerbiður um framlengingarsnúru.
* Þegar fjölskyldan er að dást af jólaljósunum hans Ned.