Eric Cartman hefur ekki verið nógu góður til að fá Haibo vélarleikfangið í jólagjöf frá jólasveininum svo hann ákveður að vera mjög góður þessi jólin og segir jólakúknum Hankey frá fátæku börnunum í Írak sem að hafa ekki efni á að halda jólin. Mælir Hankey þá með jólasveininum og fara strákarnir til hans á Norðurpólinn. Þaðan fer jólasveinninn með gjafir til Íraks en sleðinn hans er skotinn niður. Strákarnir þurfa því að frelsa jólasveininn með hjálp Jesú og Hankey.
Persónur í þessum þætti:
Kyle(frændi Kyles), Eric Theodore Cartman, Mayor McDaniels, Johnson, Linda Studge, Mr. Mackey, Chris Studge, Principal Victoria, Randy Marsh, Ranger Bob, Sharon Marsh, Shelley Marsh, Nelly McElroy, Thomas McElroy, Jerome “Chef” McElroy, Gerald Broflovski, Sheila Marsh, Kevin, Dr. Mephesto, Skeeter, séra Maxi, Kevin McCormick, Stuart McCormick, Mrs. McCormick, Big Gay Al, Richard Adler, Steven Thompson, Martha Thompson, Lolly, Jimbo Kern, Ned Grublanzki, Jimmy Swanson, Herbert Garrison, Mr. Slave, Hankey the Christmas Poo, nærbuxnaálfarnir, Jólasveinninn, íraskur hershöfðingi, Jesús Kristur, Kenny McCormick.
Athugasemdir varðandi þáttinn:
Í þessum þætti er mörg atriði sem tengjast Black Hawk Down.
Hreindýrin sem eru á varasleðanum heita Steven, Fluffy, Horace, Chantel, Skippy, Rainbow, Patches og Montel.
Kenny McCormick snýr aftur.
Dulin atriði:
Þegar bæjarbúar eru að fagna í fyrsta atriðinu með jólatrénu, þá sést í geimveru rétt fyrir aftan séra Maxi og Dr. Mephesto,
Uppáhaldsatriðið mitt:
Þegar jólasveinninn er skotinn niður og síðan öll björgunaraðgerðin í Írak.