Í fyrsta lagi þá er síðasti Simpsonþátturinn ekki orðinn að veruleika ennþá þannig að þú verður að sætta þig við það að fá þá í nokkrum skömmtum. Sería 1 er búin að vera til á DVD í nokkurn tíma og fæst á flestum þeim stöðum sem selja DVD. Sería 2 er nýkomin út og ætti að fást mjög víða eins og er. Einnig eru til bæði DVD og Videospólur þar sem ákveðið concept er tekið fyrir (Simpsons fara á tónleika, í útilegu, mest um Bart o.s.frv.). Þær fást t.d. í 2001 og Skífunni og kannski í BT en þannig diskar/spólur taka ekki fyrir heila seríu og allir þeir þættir koma fyrr eða síðar með útgáfunni sem beinist að heilum seríum.
Fyrir sjúka þá er mjög æskilegt á að byrja á því að fá sér heila Simpson seríu og skoða ALLT á disknum, hlusta á commentin frá Matt Groening og félögum og síðast en ekki síst þá er hægt að finna FALIÐ aukaefni á seríu 2 með Simpsons (og líka á seríu 1 af Futurama, stórskemmtilegt dót).
(forvitnir geta spurt á korkinum og ég skal reyna að svara)
___________________________________________________